fbpx
Fimmtudagur 18.apríl 2024
Eyjan

Starfshópur vinnur að tillögum um að liðka fyrir komum ferðamanna til landsins

Ágúst Borgþór Sverrisson
Miðvikudaginn 11. nóvember 2020 09:11

Farþegar á Keflavíkurflugvelli Mynd/Valli

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Starfshópur fjármála- og efnahagsráðherra hefur lagt fram þrjár tillögur sem fela í sér tilslakanir frá núverandi fyrirkomulagi landamæraskimunar. Talið er að með vægari reglum geti erlendir ferðmann hingað til lands orðið á bilinu 378-800 þúsund á næsta ári en með óbreyttu fyrirkomulagi verði þeir um 100 þúsund.

Í dag þurfa allir sem koma til landsins að fara í tvöfalda skimum með 5-6 daga sóttkví inn á milli. Tillögurnar þrjár að breytingum eru eftirfarandi samkvæmt minnisblaði starfshópsins:

„A. Vottorð frá heimalandi: Tvöfaldri skimun verði hliðrað fyrir ferðamenn þannig að fyrri skimun eigi sér stað í heimalandi ferðamannsins en seinni skimun eigi sér stað við komu á landamærum Íslands.

B. Ferðamannasmitgát: Núverandi fyrirkomulag á landamæraskimun verði óbreytt nema að því leyti að ferðamenn fái að fara í svokallaða ferðamannasmitgát í stað sóttkvíar á milli fyrri og seinni skimunar.

C. Þreföld skimun: Tillögur A og B taki báðar gildi, þ.e. þreföld landamæraskimun þar sem fyrsta skimun á sér stað í heimalandi ferðamanns, önnur skimun við komu til landsins og þriðja skimun fimm dögum síðar. Ferðamannasmitgát gildi milli annarrar og þriðju skimunar.“

Starfshópurinn telur að tillögurnar geti lækkað atvinnuleysi á næsta ári um 0,5 til 1,5%.

Sjá nánar á vef Stjórnarráðs

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt