fbpx
Laugardagur 20.apríl 2024
Eyjan

Ásmundur kallar Gísla Martein skíthæl – „Hann hefur aftur á móti oft sóðað yfir mig lygaþvælu“

Máni Snær Þorláksson
Þriðjudaginn 13. október 2020 13:31

Myndin er samsett

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ásmundur Friðriksson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, var í viðtali í útvarpsþættinum Harmageddon í dag. Þar ræddi hann meðal annars um útlendingamál og umræðuna sem hefur verið í kringum þau.

Frosti og Máni, þáttastjórnendur Harmageddon, sögðu við Ásmund að þeir hefðu hringt í hann til að fá hans skoðun á málunum. Ásmundur sagði þá að það væri vel gert af þeim að hringja í hann. „Þið megið eiga það að þið gerið það, þið eruð þó mannlegir umfram Gísla Martein, sem býr manni upp orð. Það er nú meiri skíthællinn maður,“ sagði Ásmundur í kjölfarið.

„Hann hefur aftur á móti oft sóðað yfir mig lygaþvælu“

Ásmundur talaði meira um Gísla Martein Baldursson, þáttastjórnanda Vikunnar með Gísla Marteini, og aðra starfsmenn Ríkisútvarpsins. „Starfsmenn Ríkisútvarpsins hafa árum saman borið mig ýmsum sökum, í akstursmálum og síðast sá ég að Gísli Baldur Marteinsson segir að ég segi að Ísland sé fyrir Íslendinga og að ég sé fasisti. Þarna er hann að gera mér upp orð,“ segir Ásmundur.

„Að starfsmaður Ríkisútvarpsins skuli bara fá að gera þetta óáreittur og núna hann til dæmis, árum saman, hann hefur til dæmis aldrei eytt símtali á mig. Hann hefur aldrei spurt mig einnar spurningar,“ segir Ásmundur en bætir við að Gísli hafi þó gert annað. „Hann hefur aftur á móti oft sóðað yfir mig lygaþvælu í þætti sínum, fjölskylduþætti sínum. Sem er náttúrulega orðið langt fyrir allt venjulegt.“

„Það skilja auðvitað allir“

Ásmundur segir að allir geti tekið við gleði, glensi og smá gríni. „En þegar að heilu fjölskyldurnar og vinabálkarnir eru hættir að horfa á þennan þátt út af svona ófögnuði þessa manns sem gerir mér upp orð… hann gerir mér upp orð, hann gerir mér upp skoðanir og hann lætur mig líta mjög illa út,“ segir hann og tekur dæmi.

„Ég sá nú bara, af því mér var bent á það, hvernig hann tók Brynjar Níelsson í síðasta þætti, þar sem hann er með langa senu af forseta Bandaríkjanna, sem hann greinilega hefur ekki mikið álit á, hann er reyndar ekki eini maðurinn í heiminum um það. Hann kemur síðan með ummæli Brynjars Níelssonar strax á eftir og mynd af honum. Það skilja auðvitað allir, jafnvel sljóustu menn, hvert hann er að fara.“

„Það er til dæmis mjög merkilegt“

Að lokum segir Ásmundur að Gísli eigi bara að skemmta þeim sem nenna að horfa á hann í sínum einkapartýum. „Hann er bara í sjónvarpi allra landsmanna sem kostar okkur álíka mikið og við erum að leggja í hælisleitendur,“ segir hann.

„Við bara förum fram á það að þessi stofnun, að hún verði samkvæm því sem stendur í lögum, að hún eigi að gæta hlutleysis. En það er orðin mjög mikil vinstri slagsíða á allri þessari umræðu. Það er til dæmis mjög merkilegt að í ljósi hvernig þeir fjalla um útlendingamál að það hefur ekki einn einasti maður þaðan hringt í mig út af þessu.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Stöð 2 lækkar verð
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Inga Sæland herská – Kallar eftir stuðningi á þingpöllunum

Inga Sæland herská – Kallar eftir stuðningi á þingpöllunum
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Guðjón Auðunsson: Verðið á íslensku fasteignafélögunum er allt of lágt

Guðjón Auðunsson: Verðið á íslensku fasteignafélögunum er allt of lágt
EyjanFastir pennar
Fyrir 5 dögum

Björn Jón skrifar: Grýlur sem ýla hræðilega

Björn Jón skrifar: Grýlur sem ýla hræðilega
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Guðjón Auðunsson: Ef markmiðið er að fækka um eina kaffivél er sameiningin tilgangslaus

Guðjón Auðunsson: Ef markmiðið er að fækka um eina kaffivél er sameiningin tilgangslaus