fbpx
Laugardagur 20.apríl 2024
Eyjan

Steinunn Ólína um Katrínu – „Stórhættulegur forsætisráðherra“

Erla Dóra Magnúsdóttir
Þriðjudaginn 7. júlí 2020 15:41

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Skrípaleikurinn í kringum skimanir á landamærum Íslands verður sífellt skrýtnari og umræðan enn skringilegri.“. Svona hefst harðorður pistill Steinunnar Ólínu Þorsteinsdóttur, ritstjóra Kvennablaðsins, sem birtist í dag. Þar sakar Steinunn forsætisráðherra Íslands, Katrínu Jakobsdóttir um að vera ekki starfi sínu vaxin.

Steinunn segir að um mánaða skeið hafi ríkisstjórn landsins treyst á örlæti íslenskrar erfðagreiningar án þess að gera um það nokkurn samning. Á sama tíma hafi Kári Stefánsson verið skýr með að ríkið verði að geta séð um þetta sjálft, þó svo íslensk erfðagreining væri tilbúin að veita þeim lið til að byrja með.  Hins vegar hafi ríkisstjórnin hunsað þessar ábendingar og haldið áfram að treysta því að íslensk erfðagreining reddi málunum.

Hvað næst?

„Ég minni á að þetta er sama fólkið og ætlar að reyna að tryggja opnun geðdeilda í sumar? Hvað næst? Ríkisstjórn íslands biður hjartveika að veikjast ekki fyrr en í haust sökum lokana eða þræða sig bara heima fyrir? Sama ríkisstjórn sem ætlar að tryggja sálfræðiþjónustu sem fjármálaráðherra sér enga leið enn færa til að ríkið greiði fyrir. Sama ríkisstjórn og getur ekki með neinu móti samið við framlínustarfsfólk á sjúkrastofnunum, í lögreglunni eða í umönnunarstörfum. Ég þarf ekkert að halda áfram, fyrirsagnir blaðanna og áköll framantalinna eru ljóslifandi fyrir hugskotssjónum okkar allra.“

Katrín veldur ekki hlutverki sínu

Ríkisstjórnin hafi haft nægan tíma til að bregðast við ástandinu, setja á sérstaka farsóttar stofnun, orðið sér út um nauðsynleg tæki og mannafla sem þarf til að tryggja öryggi þjóðar.

„Kári Stefánsson hefur með eftirminnilegum hætti afhjúpað allsberu keisarastjórnina sem er ekki bara frek, siðlaus, óábyrg og tilætlunarsöm heldur augljóslega getu-og ráðalaus og að auki með hugann við annað.

Framkoma Kára í þessari farsótt skipti engu máli. Hann er ekki embættismaður.

„Það er algjört aukaatriði hér. Hann er ekki þjóðkjörinn einstaklingur. Það er hinsvegar Katrín Jakobsdóttir sem bregst nú sem endranær og sýnir svart á hvítu að hún veldur enganveginn hlutverki sínu og er beinlínis, með tilætlunarsemi, og yfirlæti, stórhættulegur forsætisráðherra.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Hvalur sprakk í tætlur

Nýlegt

Hvalur sprakk í tætlur
Eyjan
Í gær

Maskína: Alvarleg staða hjá 70 prósent þjóðarinnar – verðbólga og vextir vandinn

Maskína: Alvarleg staða hjá 70 prósent þjóðarinnar – verðbólga og vextir vandinn
Eyjan
Fyrir 2 dögum

800 milljóna halli en þokast í rétta átt

800 milljóna halli en þokast í rétta átt
Eyjan
Fyrir 2 dögum

Jón Gnarr: Forseti tali íslensku á alþjóðavettvangi – íslenskan á að fá að hljóma

Jón Gnarr: Forseti tali íslensku á alþjóðavettvangi – íslenskan á að fá að hljóma
Eyjan
Fyrir 3 dögum

„Vopnið ykkur fyrir kosningarnar“

„Vopnið ykkur fyrir kosningarnar“
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Gamli kanslarinn vill fá skrifstofuna sína aftur – Ekki líklegt að það gangi eftir

Gamli kanslarinn vill fá skrifstofuna sína aftur – Ekki líklegt að það gangi eftir
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Baldur með mesta fylgið samkvæmt nýrri könnun

Baldur með mesta fylgið samkvæmt nýrri könnun