fbpx
Miðvikudagur 24.apríl 2024
Eyjan

ASÍ vill efla heimildir til eftirlits með íbúðarhúsnæði

Heimir Hannesson
Mánudaginn 6. júlí 2020 14:35

Fjöldi stórra bruna undanfarið hefur orðið uppspretta umræðu um aðbúnað erlends verkafólks á Íslandi. mynd/Anton Brink

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

ASÍ skorar á hið opinbera að efla heimildir til eftirlits með íbúðarhúsnæði og að refsiheimildir vegna launaþjófnaðar verði sett í lög. Þetta kemur fram í yfirlýsingu sambandsins varðandi útgáfu á skýrslu Rannsóknarmiðstöðvar ferðamála um aðstæður erlends starfsfólks í ferðaþjónustu. Í skýrslunni kemur fram að erlendu starfsfólki hafi fjölgað umtalsvert á skömmum tíma og miklar brotalamir hafi orðið til á íslenskum vinnumarkaði á þessum tíma. Þessar brotalamir snúa meðal annars að launamálum erlends starfsfólks, íbúðarmálum þeirra og ráðningarsambandi.

Talsverð umræða varð til um þennan málaflokk eftir brunann á Bræðraborgarstíg í þar síðustu viku. Þar hafði íbúðarhúsnæði verið útbúið þannig að fjöldi svefnrýma var hámarkaður og leigueiningarnar leigðar út sem íbúðarrými. Húsnæðið sem var í eigu HD verks hafði sætt gagnrýni lengi vegna ástands. HD verk á fleiri húsnæði og herma heimildir DV að þau hafi öll á eitthverjum tímapunkti hýst erlent verkafólk í aðstæðum sem verkalýðsfélög hafa gagnrýnt. DV greindi jafnframt frá því í síðustu viku að 122 mismunandi aðilar hafa eftirlit með ástandi iðnaðarhúsnæða hér á landi. Hinsvegar ber enginn ábyrgð á eftirliti með íbúðarhúsnæði, enda íbúðarhúsnæði ekki eftirlitsskylt eftir að byggingu þess lýkur. Byggingafulltrúi ber ábyrgð á leyfisveitingu um breytingar á mannvirkjum og breyttri notkun íbúðarhúsnæðis, en miklar brotalamir eru á því eftirliti.

María Lóa Friðjónsdóttir, verkefnastjóri Vinnustaðaeftirlits ASÍ, segir Verkalýðshreyfinguna ítrekað sökuð um lygar í þessum efnum og að fara offari í umfjöllun um kjör og aðstæður erlends verkafólks. „Skýrsla Rannsóknarmiðstöðvar ferðamála er mikilvægt innlegg því hún sýnir svart á hvítu það sem fyrri úttektir og reynsla stéttarfélaganna hafa bent til, það er að réttur erlends launafólks í ferðaþjónustu er víða fyrir borð borinn. Þetta er fullkomlega í samræmi við þann veruleika sem við í Vinnustaðaeftirliti ASÍ höfum orðið vitni að og kallað eftir aðgerðum gegn,“ segir María.

Í tilkynningunni segir m.a.:

ASÍ skorar á ferðaþjónustufyrirtæki og samtök atvinnurekenda að axla þegar í stað ábyrgð á brotum gegn erlendu starfsfólki og fyrirbyggja slík brot til framtíðar, þar á meðal með því að tryggja fræðslu til rekstraraðila. ASÍ kallar eftir því að loforð Lífskjarasamninganna um lagalegar heimildir til refsinga vegna brota á kjarasamningum verði uppfyllt, enda er ólíðandi að slík brot, sem eru hreinn og klár þjófnaður, viðgangist refsilaust. Þá þarf að tryggja heimildir Vinnustaðaeftirlits stéttarfélaganna og opinberra eftirlitsaðila, þ. á m. slökkviliðs og heilbrigðiseftirlits, til að hafa eftirlit með húsnæði sem atvinnurekendur útvega starfsfólki.

 

 

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 3 dögum

Framsókn baunar á Samfylkinguna sem undirbýr að taka við stjórnartaumunum

Framsókn baunar á Samfylkinguna sem undirbýr að taka við stjórnartaumunum
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Segja tillögu Einars fela í sér „afarkjör“ og hafa verið laumað að

Segja tillögu Einars fela í sér „afarkjör“ og hafa verið laumað að
Eyjan
Fyrir 6 dögum

„Vilt ekki að það sé eitt barn í fjölskyldunni sem er vanrækt á kostnað hinna“

„Vilt ekki að það sé eitt barn í fjölskyldunni sem er vanrækt á kostnað hinna“
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Guðjón Auðunsson: Áhyggjur af því að áhrif vaxtahækkana eigi eftir að bíta almenning alvarlega

Guðjón Auðunsson: Áhyggjur af því að áhrif vaxtahækkana eigi eftir að bíta almenning alvarlega