Þriðjudagur 18.febrúar 2020
Eyjan

Morgunblaðið gerði grín að Ragnari: „Skopmyndir þurfa helst að innihalda einhvern húmor“

Ritstjórn Eyjunnar
Þriðjudaginn 17. september 2019 09:29

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ragnar Önundarson, fyrrverandi bankastjóri, hefur komist í fréttir fyrir afstöðu sína gegn forystu Sjálfstæðisflokksins, ekki síst þeim konum sem þangað hafa valist, en hann hefur ósjaldan lýst yfir skoðunum sínum á Áslaugu Örnu Sigurbjörnsdóttur, dómsmálaráðherra, sem hann hefur til dæmis kallað sætan krakka. Þá sagði hann einnig að Sjálfstæðisflokkurinn hefði ekki verið heppinn í sínum kvennamálum og vildi að reynslumeira fólk fengi framgang innan flokksins.

Ólöf Skaftadóttir, ritstjóri Fréttablaðsins, sá ástæðu til að skrifa sérstaklega um Ragnar og þann hóp sem hún telur hann tilheyra, en hún sagði Ragnar vera forréttindakarl sem saknaði áhrifa sinna, og talaði því niður til kvenna sem kæmust til áhrifa. Sagði hún slíkar skoðanir rykfallnar og dvínandi eftirspurn væri eftir þeim.

Ekkert fyndið

Annar skopmyndateiknari Morgunblaðsins, Ívar  Valgarðsson, bjó til skrýtlu með þetta í huga á föstudaginn síðasta, þar sem Ragnar er tekinn fyrir, en svo virðist sem að grínið hafi ekki hitt í mark hjá Ragnari sem sagði í gærkvöldi:

„Ég hef áhyggjur af að fáir lesi uppáhaldsblaðið mitt. Þessi mynd var í föstudagsblaðinu og ég veit ekkert af því fyrr en á mánudegi. Kannski eru ekki margir sem skoða þessar myndir, skopmyndir þurfa helst að innihalda einhvern húmor.“

 

Umdeildar skopmyndir

Skopmyndateiknarar Morgunblaðsins eru tveir, en annar þeirra, Helgi Sig, hefur hlotið mesta gagnrýni fyrir teikningar sínar í gegnum tíðina, meðal annars frá Birni Bjarnasyni, Sigmari Guðmundssyni á RÚV og Steindóri Jónssyni, blaðamanni Stundarinnar.

Sjá nánar: Sigmar um skopmynd Morgunblaðsins:„Þessi skopmyndateiknari er því marki brenndur að vera yfirleitt ekki með neitt sérstakt skopskyn“

Sjá nánar: Björn segir skopmyndateiknara Morgunblaðsins ekkert fyndinn:„Áróður reistur á upplýsingafölsunum“

Sjá nánar: Steindór segir skopmynd Morgunblaðsins í dag viðbjóð:„Ég læt andlitið hans fylgja með“

Sjá einnigRagnar gerði það aftur:„Glæsilegasta konan er varaformaður og sætasti krakkinn ritari“

Sjá einnig: Áslaug Arna um „óeðlilegan áhuga Ragnars:„Hvað næst? #ekkiveraragnar“

Sjá einnig: Ragnar útskýrir ummæli sín:„Nokkrar viðkvæmar sálir hafa hrokkið í varnarstöðu“

Sjá einnig: Ólöf gagnrýnir hegðun Ólínu og Ragnars:„Sífellt minni eftirspurn er eftir rykföllnum skoðunum þessa hóps“

 

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Eyjan
Fyrir 2 dögum

Ólína segir fyrrverandi þingmenn vera útskúfaða af vinnumarkaði

Ólína segir fyrrverandi þingmenn vera útskúfaða af vinnumarkaði
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Inga Sæland reið: „Betra að vera hræddur en dauður“

Inga Sæland reið: „Betra að vera hræddur en dauður“
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Loðnuleit rædd í ríkisstjórn – Útlitið dökkt

Loðnuleit rædd í ríkisstjórn – Útlitið dökkt
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Leitin að eftirmanni Stefáns hafin – „Inn í starfslýsinguna vantar hlutleysiskröfu“ – Nöfn umsækjenda verða gerð opinber

Leitin að eftirmanni Stefáns hafin – „Inn í starfslýsinguna vantar hlutleysiskröfu“ – Nöfn umsækjenda verða gerð opinber
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Tónlistarkonan og Vestur-Íslendingurinn Sigrún Stella – dóttir hans Haraldar

Tónlistarkonan og Vestur-Íslendingurinn Sigrún Stella – dóttir hans Haraldar
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Sigmundur segir álverið í Straumsvík hafa góð áhrif á umhverfismál

Sigmundur segir álverið í Straumsvík hafa góð áhrif á umhverfismál