fbpx
Sunnudagur 20.október 2019  |
Eyjan

Haraldur hittir Áslaugu

Ritstjórn Eyjunnar
Mánudaginn 16. september 2019 09:33

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Haraldur Johannessen, ríkislögreglustjóri, mun hitta Áslaugu Örnu Sigurbjörnsdóttur dómsmálaráðherra í dag, að sögn Fréttablaðsins. Mikið hefur gengið á innan lögreglunnar og ekki batnaði ástandið eftir viðtal Morgunblaðsins við Harald um helgina, hvar hann lýstri meintri rógsherferð gegn sér, óhæfum starfsmönnum lögreglunnar og spillingu innan hennar.

Össur Skarphéðinsson, fyrrverandi utanríkisráðherra, skrifaði um helgina að Áslaug gæti ekki látið slíkt viðgangast án þess að hafa afskipti af Haraldi og samkvæmt heimildum Fréttablaðsins ætlar Áslaug að boða Harald á sinn fund í dag þar sem hann þarf væntanlega ekki bara að gera betur grein fyrir orðum sínum, heldur rökstyðja þau frekar.

Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins er mikil óánægja með Harald meðal lögreglustjóra, sem viti ekki til hvers Haraldur sé að vísa í viðtalinu, en áður ríkti mikil óánægja með bíla- og fatamál hjá lögreglumönnum.

Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, nýskipaður formaður stjórnskipunar – og eftirlitsnefndar, sagði ummæli Haraldar umhugsunarverð og full ástæða væri til að kalla hann fyrir nefndina, til að útskýra þá nánar.

Sjá nánar: Talaði Haraldur sig út úr embætti?

Sjá nánar: Össur segir að Áslaug verði að bregðast við:„Hún getur ekki setið aðgerðalaus“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Eyjan
Fyrir 3 dögum

Styrmir áhyggjufullur fyrir hönd Sjálfstæðisflokksins

Styrmir áhyggjufullur fyrir hönd Sjálfstæðisflokksins
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Salt í sár Guðmundar- og Geirfinnsmála

Salt í sár Guðmundar- og Geirfinnsmála
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Fyrrverandi ríkisskattstjóri tætir í sig „órökstutt“ frumvarp Bjarna Ben – Segir það stuðla að misskiptingu og ójafnræði

Fyrrverandi ríkisskattstjóri tætir í sig „órökstutt“ frumvarp Bjarna Ben – Segir það stuðla að misskiptingu og ójafnræði
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Vill að Reykjavíkurborg reki nytjamarkað – „Að það skuli finnast fátækt í svo gjöfulli borg er slakri stjórnun að kenna“

Vill að Reykjavíkurborg reki nytjamarkað – „Að það skuli finnast fátækt í svo gjöfulli borg er slakri stjórnun að kenna“
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Furðulegar fabúleringar um Ísland og stórveldin

Furðulegar fabúleringar um Ísland og stórveldin
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Femínistar fordæma grein Áslaugar um þolendur kynferðisbrota – „Afar sérstakt“ segir dómsmálaráðherra

Femínistar fordæma grein Áslaugar um þolendur kynferðisbrota – „Afar sérstakt“ segir dómsmálaráðherra