fbpx
Föstudagur 07.ágúst 2020
Eyjan

Haraldur hittir Áslaugu

Ritstjórn Eyjunnar
Mánudaginn 16. september 2019 09:33

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Haraldur Johannessen, ríkislögreglustjóri, mun hitta Áslaugu Örnu Sigurbjörnsdóttur dómsmálaráðherra í dag, að sögn Fréttablaðsins. Mikið hefur gengið á innan lögreglunnar og ekki batnaði ástandið eftir viðtal Morgunblaðsins við Harald um helgina, hvar hann lýstri meintri rógsherferð gegn sér, óhæfum starfsmönnum lögreglunnar og spillingu innan hennar.

Össur Skarphéðinsson, fyrrverandi utanríkisráðherra, skrifaði um helgina að Áslaug gæti ekki látið slíkt viðgangast án þess að hafa afskipti af Haraldi og samkvæmt heimildum Fréttablaðsins ætlar Áslaug að boða Harald á sinn fund í dag þar sem hann þarf væntanlega ekki bara að gera betur grein fyrir orðum sínum, heldur rökstyðja þau frekar.

Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins er mikil óánægja með Harald meðal lögreglustjóra, sem viti ekki til hvers Haraldur sé að vísa í viðtalinu, en áður ríkti mikil óánægja með bíla- og fatamál hjá lögreglumönnum.

Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, nýskipaður formaður stjórnskipunar – og eftirlitsnefndar, sagði ummæli Haraldar umhugsunarverð og full ástæða væri til að kalla hann fyrir nefndina, til að útskýra þá nánar.

Sjá nánar: Talaði Haraldur sig út úr embætti?

Sjá nánar: Össur segir að Áslaug verði að bregðast við:„Hún getur ekki setið aðgerðalaus“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Í vikunni

Eyjan
Fyrir 2 dögum

Guðmundur Franklin opnar á þingframboð – „Tígrisdýrin breyta ekki röndunum á sér.“

Guðmundur Franklin opnar á þingframboð – „Tígrisdýrin breyta ekki röndunum á sér.“
Eyjan
Fyrir 2 dögum

Ísland reiðubúið að styðja Líbanon eftir sprenginguna í Beirút

Ísland reiðubúið að styðja Líbanon eftir sprenginguna í Beirút
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Yngstu þingmenn 21. aldarinnar á Íslandi – Tvö jafn gömul upp á dag þegar þau urðu þingmenn

Yngstu þingmenn 21. aldarinnar á Íslandi – Tvö jafn gömul upp á dag þegar þau urðu þingmenn
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Segir Guðna vera forseta elítunnar

Segir Guðna vera forseta elítunnar
Eyjan
Fyrir 1 viku

Segir Ísland ekki stikkfrí í nýju köldu stríði

Segir Ísland ekki stikkfrí í nýju köldu stríði
Eyjan
Fyrir 1 viku

Lítil ásókn í húsnæðislán hjá lífeyrissjóðum

Lítil ásókn í húsnæðislán hjá lífeyrissjóðum