fbpx
Sunnudagur 20.október 2019  |
Eyjan

Össur segir að Áslaug verði að bregðast við: „Hún getur ekki setið aðgerðalaus“

Máni Snær Þorláksson
Sunnudaginn 15. september 2019 14:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Har­ald­ur Johann­essen rík­is­lög­reglu­stjóri hefur verið mikið í umræðunni eftir að hann sagði gagn­rýn­ina sem embættið hefur fengið að und­anförnu vera hluta af mark­vissri rógs­her­ferð þar sem markmiðið sé að hrekja hann úr embætti. Þetta kom fram í forsíðufrétt Morgunblaðsins í gær.

Össur Skarphéðinsson er einn þeirra sem hafa tjáð sig um málið en hann gerði það í færslu á Facebook. Hann segir að það virki galið að spilling ríki innan lögreglunnar.

„Ríkislögreglustjóri fullyrðir í dag í viðtali við dagblað sem aldrei lýgur að spilling ríki innan lögreglunnar. Þetta virkar galið en engar forsendur hef ég til að efast um að ríkislögreglustjóri sé með réttu ráði. Viðtalið ber líka með sér að hin fordæmalausa og sögulega yfirlýsing um spillta lögreglu hafi verið sett fram að yfirlögðu ráði.“

Össur veltir því fyrir sér hvernig nýji dómsmálaráðherrann, Áslaug Arna, mun bregðast við þessu.

„Hún getur ekki setið aðgerðalaus. Í því fælist að hún líti á ríkislögreglustjóra sem marklausan embættismann. Einstaklingur sem dómsmálaráðherra tekur ekki mark á getur hins vegar ekki verið ríkislögreglustjóri. Hún verður því að bregðast við með einhverjum hætti. Nýr dómsmálaráðherra verður annaðhvort að láta rannsaka hvaða rök liggja að baki svo alvarlegri ásökun eða skipta um ríkislögreglustjóra með hraði. Hið eina sem hún getur ekki er að láta einsog ekkert hafi gerst. Málið er of alvarlegt til þess. Ef rannsókn leiðir í ljós að yfirlýsing ríkislögreglustjóra á við rök að styðjast er gott til að þess að vita að nýi dómsmálaráðherrann er vösk og líkleg til að láta hendur standa fram úr ermum við að hreinsa til í löggunni. Ef niðurstaðan er á annan veg verður staða ríkislögreglustjóra væntanlega auglýst á næstunni.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Eyjan
Fyrir 3 dögum

Styrmir áhyggjufullur fyrir hönd Sjálfstæðisflokksins

Styrmir áhyggjufullur fyrir hönd Sjálfstæðisflokksins
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Salt í sár Guðmundar- og Geirfinnsmála

Salt í sár Guðmundar- og Geirfinnsmála
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Fyrrverandi ríkisskattstjóri tætir í sig „órökstutt“ frumvarp Bjarna Ben – Segir það stuðla að misskiptingu og ójafnræði

Fyrrverandi ríkisskattstjóri tætir í sig „órökstutt“ frumvarp Bjarna Ben – Segir það stuðla að misskiptingu og ójafnræði
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Vill að Reykjavíkurborg reki nytjamarkað – „Að það skuli finnast fátækt í svo gjöfulli borg er slakri stjórnun að kenna“

Vill að Reykjavíkurborg reki nytjamarkað – „Að það skuli finnast fátækt í svo gjöfulli borg er slakri stjórnun að kenna“
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Furðulegar fabúleringar um Ísland og stórveldin

Furðulegar fabúleringar um Ísland og stórveldin
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Femínistar fordæma grein Áslaugar um þolendur kynferðisbrota – „Afar sérstakt“ segir dómsmálaráðherra

Femínistar fordæma grein Áslaugar um þolendur kynferðisbrota – „Afar sérstakt“ segir dómsmálaráðherra