fbpx
Föstudagur 10.júlí 2020
Eyjan

Simmi Vill: „Er ekki allt í lagi? ÞETTA ER STÓRMÁL“ -„Er þetta Viðreisn að þínu mati?“

Ritstjórn Eyjunnar
Þriðjudaginn 9. apríl 2019 15:36

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Sigmar Vilhjálmsson athafnamaður, er einn þeirra sem er á móti innleiðingu þriðja orkupakkans. Hann spyr Þorstein Víglundsson, þingmann Viðreisnar sem talað hefur fyrir innleiðingunni, um hver muni á endanum borga kostnaðinn sem fylgir stjórnsýslunni við innleiðinguna:

„Þorsteinn Viglundsson þú talaðir um Neytendavernd á Bylgjan í morgun. Ein praktísk spurning. Hver verður kostnaður ríkisins við að sinna ACER og eftirliti reglna samkvæmt Orkupakka 3? Erum við að horfa á enn einn samninginn sem eykur enn frekar a stjórnsýslu Ríkisins? Hver borgar það á endanum? Mögulega hækkað raforkuverð? Er það mögulega þessi hækkun raforkuverðs uppá allt að 45% sem Orkumálastjóri talaði um?“

Millistéttin ber kostnaðinn

Sigmar telur að sá kostnaður, sem er óskilgreindur, muni falla á herðar millistéttarinnar:

„Eins og venjulega, þá mun millistéttin hér á landi sem og litlu og meðalstóru fyrirtækin í landinu bera þessar byrgðar. Enda eru lítil og millistór fyrirtæki ekki með stóra raforkusamninga á niðursettu verði. Er þetta Viðreisn að þínu mati?“

Útdeilt eins og apótekaralakkrís

Sigmar skrifaði einnig um málið í gær hvar hann telur að eignarhaldið á virkjanakostum án umhverfismats verði selt eins og „apótekaralakkrís“ gangi innleiðingin eftir:

„Orkupakki 3. – er ekki allt i lagi? ÞETTA ER STÓRMÁL. Umræðan snýst um sæstreng eða ekki sæstreng. Hvað með þá staðreynd að við erum að markaðsvæða einu helstu auðlind þjóðarinnar, græna orku?! Fylgir þessum pakka löggjöf um að erlendir aðilar fá ekki að eiga félög sem reka og eiga virkjanir? Mér er fyrirmunað að skilja hversu auðvelt það er að afvegaleiða fjölmiðla frá aðalatriðinu. Orkupakki 3 mun tryggja að þeir einkaaðilar, sem eru núna að kaupa upp virkjanakosti án umhverfismats (eru undir 10 mw) og fá útdeilt leyfi frá Orkustofnun eins og apótekaralakkrís, geti selt sín réttindi og fyrirtæki til erlendra aðila. Ég get ekki séð betur.“

Erlent eignarhald á auðlindum þjóðar

Sigmar segir að með samþykkt þriðja orkupakkans sé verið að gefa grænt ljós á að erlendir aðilar eignist fyrirtækin sem eigi auðlindirnar:

„Hvar er umræðan um eignarhald á þessum auðlindum okkar? Hvernig getum við setið hjá og leyft þessu að gerast? Við bönnum erlendum aðilum að kaupa jarðir og laxveiðiár, en erum að markaðsvæða virkjanakosti þjóðarinnar með tilheyrandi raski á náttúrunni. Orkupakki 3 er síðan rúsínan í pylsuendanum til að tryggja að erlendir fjárfestar geti eignast þau fyrirtæki sem eiga þessar auðlindir. HS Orka er nýjasta dæmið um þetta.“

Okkar mestu verðmæti

Sigmar telur ríkisstjórnina skorta framtíðarsýn í málinu og kallar eftir stefnu VG í málinu:

„Hvar er framtíðarsýn okkar sem þjóðar? Raforka er framtíðin, græn raforka verður þar verðmætust. Ætlum við í alvöru að fara þessa vegferð að rökræða sæstreng eða ekki sæstreng?
Var ég að misskilja eitthvað, eru ekki Vinstri grænir í ríkisstjórn? Er ekki Katrín Jakobsdottir forsætisráðherra? Þessi EES orkupakki er skiljanlegur fyrir lönd sem hafa ekki þær auðlindir sem við búum að. Virkjanakostir eru líklega mestu verðmæti sem við eigum sem þjóð. Því er ekki verið að ræða það? Guðlaugur Þór Þórðarson þetta er ekki í lagi!“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Katrín svarar Kára

Ekki missa af

Eyjan
Fyrir 3 dögum

Kennir Sjálfstæðisflokknum um Káraklúðrið

Kennir Sjálfstæðisflokknum um Káraklúðrið
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Fangelsinu á Akureyri lokað til að nýta peningana betur annars staðar

Fangelsinu á Akureyri lokað til að nýta peningana betur annars staðar
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Pútín birti grein í Morgunblaðinu

Pútín birti grein í Morgunblaðinu
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Skera verður niður óþarfa kostnað vegna Covid-19 kreppunnar

Skera verður niður óþarfa kostnað vegna Covid-19 kreppunnar
Eyjan
Fyrir 1 viku

Ragnar vill svör – „Á meðan þingheimur sleikir sólina sleikir þjóðin sárin“

Ragnar vill svör – „Á meðan þingheimur sleikir sólina sleikir þjóðin sárin“
Eyjan
Fyrir 1 viku

Dvínandi stuðningur við ríkisstjórnina en þó meirihluti

Dvínandi stuðningur við ríkisstjórnina en þó meirihluti