fbpx
Mánudagur 12.maí 2025
433Sport

Hið virta blað segir þetta líklegasta áfangastað Salah

Helgi Fannar Sigurðsson
Þriðjudaginn 28. janúar 2025 15:00

Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Framtíð Mohamed Salah hjá Liverpool er enn í óvissu en yfirgefi hann félagið í sumar er Sádi-Arabía líklegasti áfangastaðurinn.

Telegraph segir frá þessu og enn fremur að Al-Hilal sé félagið sem um ræðir. Samningi Neymar við félagið hefur verið rift og vill það aðra stórstjörnu til liðs við sig.

Salah verður samningslaus hjá Liverpool í sumar en hann er að eiga eitt sitt besta tímabil á Anfield til þessa.

Hann má fara frítt í annað félag ef hann semur ekki og verði það niðurstaðan er Al-Hilal sem fyrr segir líklegasti áfangastaðurinn.

Fleiri lykilmenn eru að verða samnignslausir hjá Liverpool, þeir Trent Alexander-Arnold og Virgil van Dijk.

Virðist þetta ekki trufla liðið allt of mikið því það er á toppi ensku úrvalsdeildarinnar með sex stiga forskot á Arsenal.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Í gær

England: City missteig sig gegn versta liðinu – Flottur sigur Everton

England: City missteig sig gegn versta liðinu – Flottur sigur Everton
433Sport
Í gær

Besta deildin: Vestri aftur á toppinn eftir góðan sigur

Besta deildin: Vestri aftur á toppinn eftir góðan sigur