fbpx
Föstudagur 24.október 2025
433Sport

Albert á leið til landsins og svarar til saka – Mikill fjöldi vitna verður kallaður til

Hörður Snævar Jónsson
Þriðjudaginn 10. september 2024 13:39

Mynd: Eyþór Árnason

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Albert Guðmundsson framherji Fiorentina á Ítalíu og íslenska landsliðsins er væntanlegur til landsins og verður við aðalmeðferð í máli gegn sér á fimmtudag. Vísir.is segir frá.

Albert er sakaður um að hafa brotið kynferðislega á konu hér á landi fyrir rúmu ári síðan.

Samkvæmt heimildum Vísis mun aðalmeferð málsins taka tvo daga og segir að mörg vitni verði kölluð fyrir dóminn. Réttarhöldin eru lokuð almenningi.

Sérstaka athygli vekur að málið er hvergi að finna í auglýstri dagskrá dómstólsins sem er afar óvenjulegt.

Ung kona kærði Albert til lögreglu fyrir kynferðisbrot sumarið 2023. Eftir að rannsókn lögreglu lauk var málið sent til héraðssaksóknara. Í febrúar á þessu ári ákvað héraðssaksóknari að fella málið niður. Sú ákvörðun var kærð til ríkissaksóknara sem felldi hana úr gildi og lagði fyrir héraðssaksóknara að ákæra í málinu.

Albert hefur neitað sök í málinu en á meðan málið er í ferli banna reglur KSÍ honum að spila fyrir íslenska landsliðið.

Albert gekk í raðir Fiorentina í sumar á láni frá Genoa en Fiorentina getur keypt Albert næsta sumar og er talið að það muni á endanum ganga í gegn.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Aðstoðarmaður Ten Hag fer sömu leið og hann – Rekinn eftir stuttan tíma í starfi

Aðstoðarmaður Ten Hag fer sömu leið og hann – Rekinn eftir stuttan tíma í starfi
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Kalt andrúmsloft á tökustað eftir sögur um kokkálun frá hinni umdeildu Wöndu

Kalt andrúmsloft á tökustað eftir sögur um kokkálun frá hinni umdeildu Wöndu
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Kalla eftir því að Amorim verði rekinn vegna ummæla hans um te

Kalla eftir því að Amorim verði rekinn vegna ummæla hans um te
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Albert skoraði í sigri Fiorentina í Evrópu – Frábær sigur hjá Brann gegn Rangers

Albert skoraði í sigri Fiorentina í Evrópu – Frábær sigur hjá Brann gegn Rangers
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Íhugaði að gefast upp og leita á annan vettvang – „Ég fann enga gleði“

Íhugaði að gefast upp og leita á annan vettvang – „Ég fann enga gleði“
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Skaut Dyche á forvera sinn í fyrsta viðtalinu?

Skaut Dyche á forvera sinn í fyrsta viðtalinu?