Samband Matthew Trussler og Melissu Turner virtist vera hamingjuríkt þrátt fyrir að Melissa ætti langa sögu erfiðleika að baki.
Og í fyrra var hin 29 ára Melissa dæmd í 20 ára fangelsi fyrir morðið á manninum sem hún hafði kallaði hinn fullkomna kærasta.
Þunglynd út af þyngdinni
Melissa átti ósköp venjulega æsku hjá góðir fjölskyldu, gekk vel í skóla og átti vini. Það eina sem verulega angraði hana var vandamál með þyngdina og á unglingsárunum var hún orðin rúmlega 120 kiló.
Þyngdin hafði mikið áhrifi á sjálfsálit hennar og fannst henni kílófjöldin hamla sér í að sinna sínu helsta áhugamáli, sem á ensku kallast cosplay, en þá klæðist fólk eins og sínar uppáhaldspersónur, hvort sem þær kunna að koma úr japönskum teiknimyndum eða Hringadróttinssögu og fylgja oft ýmis konar hlutverkaleikir þar sem hver og einn leikur sína persónu.
Nýtt líf
Melissa komst ekki í þá búninga sem hún vildi klæðast og leið hreint út sagt hræðilega. Melissa fylltist miklu þunglyndi sem stóð yfir í nokkur ár áður en hún ákvað að breyta alfarið um lífsstíl. Hún fór að borða hollar, hreyfa sig mun meira, og áður en varði hrundu af Melissu kílóin. Nánar tiltekið 50.
Melissa kynntist meira að segja manni á netinu, sá hafði sömu áhugamál og hún og í fyrsta skipti á ævinni, árið 2013, átti Melissa kærasta.
Hún henti sér af krafti í heim hlutverkaleikja og lærði förðun, sem hún reyndist afar snjöll við.
Stór hluti hluti af lífi Melissu fór fram á netinu og það var einmitt þar sem hún eignaðist vinkonu sem sagði hana geta grætt vel á vera cam girl, það er að segja að fækka fötum gegn greiðslu á netinu.
Melissu fannst hugmyndin góð, hún var í fyrsta skipti stolt af líkama sínum, góður farðaðri og alls óhrædd við að koma fram. Þessi vinkona hennar kenndi henni hvernig bera skyldi sig að við að koma slíku á koppinn, hvernig ætti að auglýsa sig og annað slíkt. Melissa át upp hvert orð og áður en varði var hún orðin cam girl.
Nektin gaf vel af sér
Í byrjun þénaði Melissa nokkuð vel á netnektinni en smám saman harðnaði samkeppnin og Melissu varð ljóst að hún var að missa athygli yfir til enn yngri kvenna.
Þegar að tekjurnar höfðu dregist verulega saman ákvað Melissa að skipta um gír og stofna rás á YouTube. Hún gerði myndbönd um förðun, listaverk sína, hlutverkaleikina og sitt daglega líf. En rásin öðlaðist aldrei vinsældir og dó út. Hún hefur nú alfarið verið fjarlægð af YouTube.
En Melissa var ekki af baki dottin og snéri sér að vefnum Twitch sem sérhæfir sig í beinum útsendingum á öllu milli himins og jarðar.
Hún taldi að eina leiðin til að afla sér almennilegs fjár á netinu væri að ganga lengra en aðrir og hóf að gera myndbönd sem samanstóðu af klámi, hlutverkleikjum og hryllingi. Vinsældir hennar ruku aftur upp og hóf hún rekstur eigin vefsíðu TwoThornedRose.com, sú er ekki til lengur, en fjölgaði áskrifendum hennar jafnt og þétt.
Sífellt djarfari
Melissa taldi tímabært að stækka við sig, fór að senda út á fjölda annarra miðla sem aflaði henni þúsunda dollara á mánuði. Vinir hennar sögðu hana einnig hafa breyst í hegðun, hún hefði orðið örari í skapi, tekið gagnrýni illa og fljótari upp en nokkurn tíma fyrr. Hún gekk einnig sífellt lengra í efni sínu og varð sífellt djarfari.
Árið 2016 reyndist henni aftur á móti erfitt. Hún hætti með kærastanum og þurfti að fara í tvær stórar skurðaðgerðir. Sem þýddi að tekjur hennar hrundu.
Það eina góða var að árið 2017 fann Melissa ástina aftur og nú með Matthew Trussler.
Ást við fyrstu sýn
Matthew hafði alist upp í smábæ í miðríkjum Bandaríkjanna og var afar nátengdur fjölskyldu sinni, þótti afar skemmtilegur, klár og vinnusamur. Hann var einnig mikill dýravinur.
Hann flutti til Tampa í Flórída árið 2015 og hóf að starfa hjá fyrirtæki sem sá um að setja upp einangrunarefni í fasteignir.
Parið hittist á TInder í apríl 2017 og var það ást við fyrstu sín. Ekki leið á löngu þar til parið trúlofaði sig og keyptu glæsilegt hús saman. Húsið var með stóran garð, sundlaug og tvöfaldan bílskúr og virtist parið ekkert skorta. Þau áttu fjóra ketti og hund og virtist sem lífið gæti ekki verið betra. Matthew kom meira að segja fram í nokkrum myndbanda Melissu.
Rifrildin aukast
Matthew var stoltur af vegferð sinni í lfínu og sagði Melissa seinna að hún hefði einnig verið afar hamingjusöm. Í byrjun nánar tiltekið því Matthew hefði átt sér myrkari hlið. Bæði höfðu þau skap og áttu til að rífast en rifrildin urðu æ heiftfengnari og hávaðasamari, það hávaðasöm og nágrannar fóru að hafa töluverðar áhyggjur. Töldu þeir er þekktu til parsins að hugsanlega stöfuðu rifrildin af myndböndum Melissu.
Þann 18. október 2019 hringdi Melissa í neyðarlínuna og sagði að hinn 25 ára gamli kærasti hennar lægi í garðinum og hún teldi hann látinn. Melissu var bent á að veita honum hjartahnoð en það bar engan árangur.
Þegar að lögregla kom á staðinn var ljóst að Matthew var látinn. Og hafði verið látinn í töluverðan tíma.
Frásögn ekki samræmi við niðurstöður rannsókna
Við krufningu kom í ljós að hann var með djúpt sár eftir hníf á miðju bakinu auk fjölda grynnri stungusára út um allan líkamann. Sár á höndum hans sýndu á afgerandi hátt að hann hafð reynt að verja sig gegn hnífnum.
Lögregla taldi rétt að ræða aðeins betur við Melissu. Hún sagði að Matthew hefði verið út að drekka með félögum sínum kvöldið og ekki komið heim fyrr en undir morgun. Melissa sagði að við heimkomuna hefði hann ráðist á hana upp úr þurru, barið og hótað með hnífi. Hefði henni tekist að ná af honum hnífnum og stungið hann í bakið. En um sjálfsvörn hefði verið að ræða.
Það var hárrétt hjá Melissu að Matthew var drukkinn, reyndar það dauðadrukkinn að alkóhól í blóði hans reyndist fimm sinnum hærra en lög leyfa til aksturs í Flórída.
Drullastu til að drepast!
En sárin á líkama Matthew voru ekki í nokkru samræmi við frásögn Melissu, ekki síst gríðarlegur fjöldi sára sem benti til sjálfsvarnar. Lögregla hafði því efasemdir um frásögn hennar taldi þó ekki algjörlega útilokað að hugsanlega hefði hún verið að verja sig. En á móti kom að alkóhólmagnið í Matthew var slíkt að talið var sennilegt að hann hafi verið gjörsamlega hjálparvana.
En það breyttist snögglega eftir að lögregla fékk aðgengi að öryggismyndavél frá nágranna. Það má segja að sú upptaka hafi orðið henni að falli.
Myndavélin hafði ekki snúið að garði þeirra Melissu og Matthew svo ekki var um myndefni að ræða. En hljóðið var skýrt og greinilegt.
Á upptökunni heyrist Melissa öskra ítrekað á kærasta sinn, kalla hann öllum illum nöfnum og óska honum dauða.
„Drullastu til að drepast! Ég hata þig! Stattu upp auminginn þig! Ég hata þig svo mikið!‟
Ekki heyrist neitt í Matthew. Síðar kom þögn og svo allt í einu öskur frá Melissu. „Nei, nei…hvað gerði ég eiginlega?‟
Látinn í rúma fjóra tíma
Það hjálpaði ekki málstað Melissu að réttarlæknir úrskurðaði að Matthew hefði verið látinn í að minnsta kosti fjórar klukkustundir þegar að Melissa loksins hringdi eftir hjálp.
Melissa var handtekinn og ákærð fyrir morð. Hún hélt stöðugt fram að um sjálfsvörn hefði verið að ræða en það var lítið mark tekið á því. Í fyrra fékk hún dóm upp á tuttugu ár og sex mánuði.
Fjölskylda Matthew er ekki ánægð með dóminn, sem þau telja dóminn of vægan. Sagði móðir hans útilokað að hinn rólegi, blíðlyndi, og í þessu tilfelli allt að meðvitundarlausi sonur hennar hefði ráðist að unnustu sinni upp úr þurru. Maður sem aldrei hafði nokkurn tíma beitt ofbeldi.
Móðir Matthew snéri sér að Melissu í réttarsalnum, horfði beint í augu hennar og sagði þær báðar vita að sonur hennar hefði verið mesta gæfa Melissu í lífinu.
„En þú það. Þú tókst hann frá okkur og steyptir okkur í glötun. Við munum aldrei jafna okkur‟