fbpx
Laugardagur 13.desember 2025
433Sport

Arsenal horfir aftur til City en ekki til í að borga uppsett verð

Hörður Snævar Jónsson
Þriðjudaginn 6. júní 2023 22:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Arsenal hefur áhuga á því að kaupa Joao Cancelo bakvörð Manchester City í sumar. Hann er að koma til baka úr láni frá FC Bayern.

Sky Sports fjallar um þetta og segir að Arsenal vilji fá miðvörð, bakvörð og miðjumann í sumar.

Declan Rice er líklegur til þess að verða miðjumaðurinn sem Arsenal kaupir.

Joao Cancelo og Riyad Mahrez.

Cancelo er ekki í plönum Pep Guardiola en þeir félagar eiga ekki skap saman en Mikel Arteta stjóri Arsenal vill fá hann.

Cancelo verður ekki keyptur til Bayern en samkvæmt frétt Sky er Arsenal ekki til í að borga þá upphæð sem City vill eins og sakir standa.

Oleksandr Zinchenko og Gabrirel Jesus komu til Arsenal frá Manchester City síðasta sumar og nú gæti Cancelo komið sömu leið.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Las biblíuna til að komast í gegnum erfiða tíma – „En svo áttaði ég mig á að ég þurfti að nálgast Jesú“

Las biblíuna til að komast í gegnum erfiða tíma – „En svo áttaði ég mig á að ég þurfti að nálgast Jesú“
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Mikill viðsnúningur í rekstri Manchester United á milli ára – Farnir að skila hagnaði eftir niðurskurð

Mikill viðsnúningur í rekstri Manchester United á milli ára – Farnir að skila hagnaði eftir niðurskurð