fbpx
Laugardagur 23.ágúst 2025
433Sport

Háttsettur maður sagður hafa hjálpað stórstjörnu að fela spor sín – Borgaði konu milljónir fyrir að þegja

433
Miðvikudaginn 12. apríl 2023 09:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Háttsettur maður hjá stórliði í ensku úrvalsdeildinni er sagður hafa aðstoðað leikmann þess, sem er einnig enskur landsliðsmaður, við að þagga niður í konu sem hann hélt framhjá með með því að greiða henni háa fjárhæð.

Leikmaðurinn er giftur og er sagður hafa heimsótt hjákonu sína þegar hann spilaði útileiki í London. Enginn er nafngreindur í málinu en sem komið er.

Eiginkona leikmannsins var farið að gruna að ekki væri allt með felldu. Þá skárust lögfræðingar hans í leikinn og greiddu hjákonunni 20 þúsund pund, um 3,4 milljónir íslenskra króna, fyrir þögn hennar. Háttsetti maðurinn átti þátt í þessu.

Konan sem leikmaðurinn hélt framhjá með heldur því fram að henni hafi liðið illa og undir pressu á meðan hún skrifaði undir samninginn. Þetta segir breska götublaðið The Sun.

„Að þagga niður í viðkvæmri konu ætti að vera langt frá hlutverki háttsetts manns hjá stórliði,“ segir heimildamaður blaðsins.

Samtökin Women’s Aid hafa fordæmt þetta meinta athæfi.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

England: Tottenham náði í frábæran sigur á Etihad

England: Tottenham náði í frábæran sigur á Etihad
433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Stjóri Brentford um Wissa: ,,Hann skuldar mér“

Stjóri Brentford um Wissa: ,,Hann skuldar mér“
433Sport
Í gær

Vestri bikarmeistari í fyrsta sinn

Vestri bikarmeistari í fyrsta sinn
433Sport
Í gær

Sjáðu ótrúlegt mark í bikarúrslitunum

Sjáðu ótrúlegt mark í bikarúrslitunum