fbpx
Sunnudagur 28.apríl 2024
Pressan

Reyndi að afsaka morðtilraunina – Sagðist hafa haldið að konan væri flóðhestur

Pressan
Fimmtudaginn 5. maí 2022 21:29

Mynd úr safni. Mynd:Wikimedia Commons

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Suður-afrískur karlmaður kom fyrir dóm nýlega eftir að hafa skotið að pari með þeim afleiðingum að annað þeirra særðist. Maðurinn sagði sér til varnar hafa haldið að hann væri að skjóta á flóðhest. Hann er ákærður fyrir morðtilraun.

Maðurinn heitir Paul Hendrik van Zyl, er hvítur á hörund, hefur í kjölfarið verið sakaður um kynþáttahatur en konan sem hann særði með skoti sínu, Ramokone Linah, er svört.

Linah var að veiða ásamt manninum sínum við á sem liggur framhjá bóndabýli van Zyl í bænum Lephalele þegar skotin dundu.

Linah segir að hún hafi fengið skot í annan handlegginn en maðurinn hennar náð að fela sig, að því er kemur fram í skýrslu lögreglu.

Þegar lögregla kom á staðinn sagði van Zyl að hann hafi haldið að hann væri að skjóta á „flóðhesta og apa“ en parið var hluti af hópi fólks sem var að veiða nálægt Mamojela garðinum.

Eftir að van Zyl var leiddur fyrir dóm var hann látinn laus gegn tryggingu og málinu frestað til 18. maí.

Enn í dag, yfir þrjátíu árum eftir endalok aðskilnaðarstefnunnar, kraumar enn mikið kynþáttahatur í landinu.

Hópur fólks sem berst gegn kynþáttahatri stóð fyrir utan dómshúsið og mótmælti þegar van Zyl var látinn laus.

Það er ekki lengra síðan en 2017 sem hvítur karlmaður í bænum Letsiteel skaut á og særði svartan starfsmann á bóndabænum en hélt því fram í vörn sinni að hann hafi haldið að um apa væri að ræða.

Byssueign er afar algeng í Suður-Afríku og sömuleiðis endurtekið að fólk sé drepið „óvart.“

Einnig er algengt að fólk sé drepið viljandi, en samkvæmt tölfræði frá lögreglunni í Suður-Afríku var tilkynnt um yfir sjö þúsund morð með byssu á árunum 2019 og 2020.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 4 dögum

Unglingur dæmdur í ævilangt fangelsi – Stakk ellilífeyrisþega í hjartað

Unglingur dæmdur í ævilangt fangelsi – Stakk ellilífeyrisþega í hjartað
Pressan
Fyrir 4 dögum

Konur lýstu hegðun hans á Facebook – Nú krefst hann bóta

Konur lýstu hegðun hans á Facebook – Nú krefst hann bóta
Pressan
Fyrir 5 dögum

Stillti sér upp á mynd fyrir eiginmanninn – Andartökum síðar var hún látin

Stillti sér upp á mynd fyrir eiginmanninn – Andartökum síðar var hún látin
Pressan
Fyrir 5 dögum

9 ára stúlka lést eftir astmakast – Foreldrarnir létu renna í bað í stað þess að hringja á neyðarlínuna

9 ára stúlka lést eftir astmakast – Foreldrarnir létu renna í bað í stað þess að hringja á neyðarlínuna