fbpx
Laugardagur 13.desember 2025
433Sport

Jude Bellingham hvetur leikmenn til að fara í sprautu – „Augljóslega vil ég að allir séu hraustir“

Ísak Gabríel Regal
Mánudaginn 20. desember 2021 19:38

Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Enska ungstirnið, Jude Bellingham, segist hafa fengið tvær sprautur við kórónuveirunni – ásamt örvunarskammti – og hvetur aðra fótboltamenn til að gera slíkt hið sama.

Hinn 18 ára gamli Bellingham leikur með Borussia Dortmund á Þýskalandi en 94% leikmanna liðsins hafa hlotið bólusetningu við Covid-19. Bellingham sagði í samtali við Sally Nugent á BBC að fótboltamenn fái pláss til að tjá sig.

Ég hef fengið tvær sprautur og örvunarskammt, bara til öryggis. Ég vil ekki smita neinn í fjölskyldunni eða missa af leikjum sjálfur,“ sagði hann. „Það er ekki mitt að sitja hér og segja að allir þurfi að vera bólusettir. Það er persónulegt val hvers og eins… augljóslega vil ég að allir séu hraustir, svo ég mæli líklega með því.“

Mikið hefur verið rætt um bólusetningar á meðal fótboltamanna vegna útbreiðslu kórónuveirunnar í efstu deildum á Englandi en fjöldi smita olli því að leikjum var frestað um síðustu helgi.

Fótboltafélög á Englandi ákváðu fyrr í dag að reyna að halda leikjum gangandi yfir jólatörnina.

Bólusetningartíðni er hærri á Þýskalandi en á Englandi en um fjórðungur leikmanna á Englandi segjast ekki ætla að þiggja bólusetningu við veirunni.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Forsetinn biðlar til Real Madrid

Forsetinn biðlar til Real Madrid
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum
Kemur Gyokeres til varnar
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Albert uppljóstrar um nöfn stórliða sem drógu sig úr viðræðum við hann eftir að kærumálið kom upp

Albert uppljóstrar um nöfn stórliða sem drógu sig úr viðræðum við hann eftir að kærumálið kom upp
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Salah snýr aftur

Salah snýr aftur
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Íþróttavikan: Stefán Pálsson fer um víðan völl

Íþróttavikan: Stefán Pálsson fer um víðan völl
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Mikil reiði í garð FIFA vegna miðaverðs á HM – Kalla eftir breytingu

Mikil reiði í garð FIFA vegna miðaverðs á HM – Kalla eftir breytingu
433Sport
Í gær

Albert svarar fyrir stríðið við Arnar Þór og fræga Twitter færslu Eiðs Smára – „Það var raunin, hann gróf sína eigin gröf og rest in peace“

Albert svarar fyrir stríðið við Arnar Þór og fræga Twitter færslu Eiðs Smára – „Það var raunin, hann gróf sína eigin gröf og rest in peace“
433Sport
Í gær

Axel Óskar tekur slaginn áfram með Aftureldingu í Lengjudeildinni

Axel Óskar tekur slaginn áfram með Aftureldingu í Lengjudeildinni
433Sport
Í gær

Telja að letjandi umhverfi á Íslandi sé ástæða þess að ungir menn koma heim – Geti þrefaldað sig í launum hér á landi

Telja að letjandi umhverfi á Íslandi sé ástæða þess að ungir menn koma heim – Geti þrefaldað sig í launum hér á landi
433Sport
Í gær

Albert fer yfir daginn þar sem alþjóð frétti af því að hann væri sakaður um nauðgun – „Ég vissi hvað gerðist þetta kvöld“

Albert fer yfir daginn þar sem alþjóð frétti af því að hann væri sakaður um nauðgun – „Ég vissi hvað gerðist þetta kvöld“