fbpx
Sunnudagur 06.júlí 2025
Pressan

Trumphjónin voru bólusett í Hvíta húsinu í janúar

Kristján Kristjánsson
Miðvikudaginn 3. mars 2021 05:08

Melania og Donald Trump.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Donald Trump, fyrrum Bandaríkjaforseti, og eiginkona hans, Melania Trump, voru bæði bólusett gegn kórónuveirunni í Hvíta húsinu í janúar, áður en þau fluttu til Flórída. Ekki liggja fyrir upplýsingar um hvaða bóluefni þau fengu eða hvort þau fengu einn eða tvo skammta.

Ráðgjafi Trump skýrði CNN frá þessu á mánudaginn. Líklegt má telja að skýrt hafi verið frá þessu í tengslum við að Trump hvatti stuðningsfólk sitt til að láta bólusetja sig gegn veirunni þegar hann flutti ræðu á ráðstefnu íhaldsmanna, Conservative Political Action Conference, í Flórída á sunnudaginn. Hann sagði viðstöddum þá að það væri algjörlega sársaukalaust að láta bólusetja sig gegn veirunni og að allir ættu að láta bólusetja sig. Þessi hvatning hans markar ákveðin þáttaskil í afstöðu Trump til kórónuveirunnar en á valdatíma hans í Hvíta húsinu dró hann oft úr alvarleika faraldursins og stundaði ekki félagsforðun né notaði andlitsgrímu.

CNN hafði áður skýrt frá því að talsmaður Hvíta hússins hefði sagt að Trump yrði ekki bólusettur gegn kórónuveirunni nema læknar Hvíta hússins mæltu með því. Talsmaðurinn sagði þá að Trump nyti enn góðs af lyfjablöndu sem hann fékk þegar hann var með COVID-19 síðasta haust en bæði hann og Melania greindust þá með veiruna.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Julian McMahon látinn

Nýlegt

Pressan
Fyrir 3 dögum

Hryllingur í Þýskalandi – Mætti með hníf í vinnuna og réðst á starfssystkini

Hryllingur í Þýskalandi – Mætti með hníf í vinnuna og réðst á starfssystkini
Pressan
Fyrir 3 dögum

„Ávanabindandi“ ástarsambönd Clint Eastwood rakin í nýrri ævisögu: „Ég ætlaði að gera eins og mér sýndist“

„Ávanabindandi“ ástarsambönd Clint Eastwood rakin í nýrri ævisögu: „Ég ætlaði að gera eins og mér sýndist“
Pressan
Fyrir 4 dögum

Miðinn í ruslinu breytti lífi hennar

Miðinn í ruslinu breytti lífi hennar
Pressan
Fyrir 4 dögum

Hetjuleg björgun föður – Stökk á eftir dóttur sinni sem féll frá borði

Hetjuleg björgun föður – Stökk á eftir dóttur sinni sem féll frá borði
Pressan
Fyrir 4 dögum

Flugfreyja segir að flugáhafnir stundi kynlíf í flugstjórnarklefanum – „Vélin er á sjálfstýringu“

Flugfreyja segir að flugáhafnir stundi kynlíf í flugstjórnarklefanum – „Vélin er á sjálfstýringu“
Pressan
Fyrir 5 dögum

Harmleikur á Englandi: 12 ára drengur látinn eftir samfélagsmiðlaáskorun

Harmleikur á Englandi: 12 ára drengur látinn eftir samfélagsmiðlaáskorun