fbpx
Miðvikudagur 08.maí 2024
Fókus

Segir þessi 5 orð hræða „hágæða“ karlmenn frá

Guðrún Ósk Guðjónsdóttir
Þriðjudaginn 22. desember 2020 10:16

Anna Bey. Skjáskot/YouTube

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Sænski bloggarinn Anna Bey er 34 ára og búsett í London. Hún prýðir sig af því að kenna konum hvernig þær eiga að næla sér í ríka og vel menntaða karlmenn. Hún heldur úti YouTube-síðunni School Of Affluence og samnefndum „netskóla“ sem hún lýsir sem elítuskóla „fyrir dömur sem sækjast eftir fáguðu líferni.“

Sjá einnig: Kennir konum hveranig á að næla sér í ríka karlmenn

Í nýju myndbandi fer hún yfir fimm orð eða frasa sem eru „turn off“ fyrir „hágæða karlmenn.“

„Litla barnið mitt“

Anna segir að konur eigi ekki að kalla karlmenn „litla barnið mitt“ eða „litli strákurinn minn“ því það minnir þá á móður þeirra.

„Svo annað, reyndu að forðast að nota barnarödd. Sumir karlmenn eru hrifnir að því en fyrir flesta þá er það aðeins of mikið og getur verið svaka „turn off“.“

„Gaur“

Anna segir að konur eigi að forðast að kalla kærasta sína „gaur“ eða „maður“ þar sem það hljómi of „karlmannlegt“ og það sé ekki „nógu kvenlegt.“

„Það sem ég á við er, ekki segja: „Hvað segirðu gaur?“ eða „Hey maður“ eða „Hey gaur“. Ekki tala við hann eins og hann sé vinur þinn eða félagi. Við viljum halda honum sem karlmanni og halda okkur sjálfum sem kvenmönnum.“

Anna segist sjálf hafa gerst sek um þetta, þar til kærasti hennar bað hana um að hætta því.

Slepptu öllu „gauratali“

Anna segir að konur eigi ekki að nota orð eins og „bro“ eða „homie“. Hún segir að það sé hvorki „fágað né kvenlegt.“

Vertu ákveðin og ekki  segja alltaf „ég veit ekki“

„Eitt sem getur pirrað karlmenn er þegar kærasta þeirra segir alltaf: „Ég veit ekki“ […] Það er allt í lagi að vita ekki hvað þú vilt stundum, en ef þú ert stöðugt að segja þetta þá byrjar fólki, sérstaklega karlmönnum, að þykja þú bara vera eins og tóm skel,“ segir hún og hvetur konur til að byrja að vera ákveðnari, strax í dag.

Ekki kalla hann „pabba“

„Sumir karlmenn eru hrifnir að þessu en bara agnarlítill hluti,“ segir hún.

„Flestum karlmönnum finnst þeir vera pabbar þegar þeir eru kallaðir pabbar.“

Horfðu á myndbandið í heild sinni hér að neðan.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Einar Ágúst þurfti að endurskoða líf sitt eftir að hafa greinst með alvarleg veikindi í fyrra

Einar Ágúst þurfti að endurskoða líf sitt eftir að hafa greinst með alvarleg veikindi í fyrra
Fókus
Í gær

„Ég hugsaði um að draga mig út þegar stríðið á Gaza braust út en á sama tíma vildi ég taka pláss og nota röddina mína“

„Ég hugsaði um að draga mig út þegar stríðið á Gaza braust út en á sama tíma vildi ég taka pláss og nota röddina mína“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Sonur Birgittu Lífar og Enoks kominn með nafn

Sonur Birgittu Lífar og Enoks kominn með nafn
Fókus
Fyrir 2 dögum

TikTok-stjarnan lést á afmælisdegi kærastans

TikTok-stjarnan lést á afmælisdegi kærastans
Fókus
Fyrir 4 dögum

Sjónvarpssería um ævintýralegan feril Jósafats Arngrímssonar

Sjónvarpssería um ævintýralegan feril Jósafats Arngrímssonar
Fókus
Fyrir 4 dögum

Katrín og Vilhjálmur að „ganga í gegnum helvíti“

Katrín og Vilhjálmur að „ganga í gegnum helvíti“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Britney rýfur þögnina eftir meint hörkurifrildi hennar og kærastans – „Ég veit að mamma mín tengist þessu!“

Britney rýfur þögnina eftir meint hörkurifrildi hennar og kærastans – „Ég veit að mamma mín tengist þessu!“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Háklassa vændiskona fékk 650 þúsund krónur fyrir fjögurra tíma vinnu – „Ég myndi aldrei mæla með þessu starfi fyrir einhvern“

Háklassa vændiskona fékk 650 þúsund krónur fyrir fjögurra tíma vinnu – „Ég myndi aldrei mæla með þessu starfi fyrir einhvern“