Hann reiddi spaðann til höggs og miðaði á fluguna en vissi ekki að gas lak úr leiðslu í húsinu. Rafmagnsspaðinn kom of nálægt gasinu og sprenging varð. Hluti af eldhúsinu sprakk og hluti af þaki hússins eyðilagðist. Húsið er nú óíbúðarhæft að sögn Sky.
Sem betur fer slapp maðurinn nær ómeiddur frá þessu en ekki er vitað um örlög flugunnar.