fbpx
Mánudagur 29.apríl 2024
433Sport

Natasha Moraa Anasi fékk íslenskan ríkisborgararétt í fyrra – Stefnir að því að komast aftur í íslenska landsliðið

Sóley Guðmundsdóttir
Laugardaginn 8. ágúst 2020 10:50

Natasha Moraa Anasi skoraði í nótt Mynd/Ernir

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Knattspyrnukonan Natasha Moraa Anasi kemur frá Texas. Hana óraði ekki fyrir því að una sér svo vel á Íslandi og hyggst dvelja hér á landi með fjölskyldunni til frambúðar.

„Landslagið var það sem heillaði mig,“ segir Natasha Moraa Anasi, fyrirliði knattspyrnuliðs Keflavíkur, um meginástæðuna fyrir því að hún valdi að koma til Íslands að spila fótbolta.Hún er mikil útivistarmanneskja og er dugleg að ferðast um landið.

Natasha hóf feril sinn á Íslandi með ÍBV árið 2014 og spilaði með þeim 50 leiki. Árið 2017 skipti hún yfir í Keflavík, þar sem hún hefur einnig spilað 50 leiki. Natasha býr í Reykjanesbæ ásamt unnusta sínum Rúnari Inga Erlingssyni og börnum þeirra Harper Eyju og Óliver Daða.

100 leikir á Íslandi

Þegar Natasha kom til Íslands um mitt sumar árið 2014 óraði hana ekki fyrir því að vera enn að spila hér á landi árið 2020. Natasha hefur nú spilað 100 leiki hér á landi, í deildarog bikarkeppni. „Það er mjög gaman að hafa náð öllum þessum árum og leikjum. Ég hafði reyndar ekki hugmynd um að ég væri komin
með 100 leiki. Bæði árið 2014 og 2015 var ég efins um hvort að mig langaði að koma aftur að spila hér en ég kom alltaf aftur, sem betur fer.“

Finnst Ísland vera heima

Natasha fékk íslenskan ríkisborgararétt í desember á síðasta ári. „Það var æðislegt. Fyrst og fremst var þetta mikilvægt fyrir fjölskylduna. Ég fann að þetta var rétti tímapunkturinn. Mér var farið að finnast Ísland vera heima,“ segir Natasha. Henni líður mjög vel á Íslandi og gæti ekki hugsað sér að flytja aftur til Bandaríkjanna eins og staðan er núna.

„Allir hér eru svo rólegir, það er svo gott að vera á Íslandi. Ég myndi segja að Ísland væri einn besti staður í heiminum til að byggja upp fjölskyldu. Á meðan við erum með ung börn hugsum við ekkert um að flytja til Bandaríkjanna. Ég gæti alveg hugsað mér að flytja þangað í framtíðinni.“

Fyrstu landsleikirnir

Natasha hefur verið einn af öflugustu varnarmönnum á Íslandi frá því hún kom til landsins. Eftir að hún fékk íslenskan ríkisborgararétt varð hún gjaldgeng í íslenska landsliðið. Í byrjun mars á þessu ári spilaði Natasha sína fyrstu landsleiki fyrir Íslands hönd. „Ég get eiginlega ekki lýst tilfinningunni að spila þessa leiki. Það var frábært að fá þetta tækifæri og þetta var mjög gaman. Allir í kringum liðið tóku vel á móti mér.“

Mynd/Ernir

Bónorð og bikarúrslit

Margt hefur drifið á daga Natöshu frá því hún kom fyrst til landsins. Hún ber sterkar taugar til Vestmannaeyja, eftir að hafa varið fyrstu árunum með ÍBV. Eftir stutta umhugsun nefnir Natasha tvo atburði sem hún telur hvað eftirminnilegasta við dvöl sína á Íslandi og tengjast þeir báðir Vestmannaeyjum.

„Á Þjóðhátíð 2018 fórum við Rúnar í bátsferð með vinum okkar. Í ferðinni var stoppað í helli þar sem hann bað mín. Það var ótrúlegt augnablik sem ég mun aldrei gleyma.“ Natasha hefur upplifað bæði hæðir og lægðir í boltanum. Árið 2016 komst Natasha og lið hennar, ÍBV, í bikarúrslit, þar sem liðið tapaði fyrir Breiðablik.

Segir hún bikarúrslitaleikinn alltaf ofarlega í huga sér. „Þetta var skemmtilegur leikur og þrátt fyrir að við töpuðum þá spiluðum við vel. Við vorum skemmtilegur hópur og andrúmsloftið var frábært í kringum leikinn.“

Spilar eins lengi og líkaminn leyfir

Natasha segir erfitt að segja til um hvað framtíðin ber í skauti sér. Hún vill þó spila fótbolta eins lengi og líkaminn leyfir. „Ég er að verða 29 ára og veit ekki hvað ég á mörg ár eftir. Það væri gaman að komast aftur í landsliðshóp.“ Lið hennar Keflavík spilar í næstefstu deild. Hún telur það að spila ekki í efstu deild, ekki hindrun fyrir hana að vera aftur valin í landsliðið.

„Deildin er sterkari en oft áður. Liðin í deildinni eru sterk og samkeppnin er góð. Ég ætla að halda áfram að leggja mig alla fram við æfingar og þá tel ég að ég geti gert tilkall til landsliðssætis. Ef ég held áfram að standa mig vel ætti þetta ekki að skipta máli,“ segir Natasha.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Besta deildin: Víkingar svöruðu vel fyrir sig gegn KA – Danijel með tvennu

Besta deildin: Víkingar svöruðu vel fyrir sig gegn KA – Danijel með tvennu
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Orri Steinn stórkostlegur og tryggði FCK sigurinn: Kom inná og skoraði þrennu – Sjáðu öll mörkin

Orri Steinn stórkostlegur og tryggði FCK sigurinn: Kom inná og skoraði þrennu – Sjáðu öll mörkin
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Besta deildin: Tvö rauð spjöld á loft er FH vann á Akranesi – Vestri komið með sex stig

Besta deildin: Tvö rauð spjöld á loft er FH vann á Akranesi – Vestri komið með sex stig
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Hákon fékk mínútur í gríðarlega mikilvægum sigri

Hákon fékk mínútur í gríðarlega mikilvægum sigri
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Byrjunarlið Tottenham og Arsenal – Mikið undir í stórleiknum

Byrjunarlið Tottenham og Arsenal – Mikið undir í stórleiknum
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Telur að rifrildið umtalaða í gær tali sínu máli – ,,Sannfærður um að hann sé á förum“

Telur að rifrildið umtalaða í gær tali sínu máli – ,,Sannfærður um að hann sé á förum“