fbpx
Laugardagur 13.desember 2025
433Sport

Keyptu efnilegasta leikmann veraldar og Eiður var næstur: ,,Erfitt að segja það sjálfur en ég var langbestur“

Victor Pálsson
Miðvikudaginn 17. júní 2020 22:00

© 365 ehf / Heiða Helgadóttir

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Eiður Smári Guðjohnsen, fyrrum landsliðsmaður, var gestur í þættinum Á bekknum með Einari Erni á Rás 2 í dag.

Eiður er landsþekktur en hann er af mörgum talinn besti knattspyrnumaður Íslands frá upphafi.

Árið 1994 gekk eiður í raðir PSV Eindhoven í Hollandi og var þar í fjögur ár áður en slæm meiðsli settu strik í reikninginn.

Eiður var áður á mála hjá Val hér heima en fór erlendis eftir að hafa hrifið Frank Arnesen, njósnara, á alþjóðlegu móti.

Pressan var mikil á Eið en Arnesen lýsti honum sem efnilegasta leikmanni Evrópu á þessum tíma.

,,Það kemur þannig til að ég fer með yngri landsliði, undir 16 ára, áður en Íslandsmótið byrjar og spila á alþjóðlegu móti og er valinn bestur. Það er erfitt að segja það sjálfur en ég var langbestur á því móti,“ sagði Eiður.

,,Þá er Dani, sem við köllum Íslandsvin, sem heitir Frank Arnesen, hann spilaði með pabba í Anderlecht og átti frábæran feril. Hann var með útsendara á þessu móti og hringir í pabba og segir: ‘Ég verð að fá strákinn þinn, við erum félagið fyrir hann og gerum allt fyrir hann. Ég er búinn að kaupa efnilegasta leikmann veraldar og nú þarf ég að fá efnilegasta leikmann Evrópu,’ sagði Arnesen en PSV krækti einnig í brasilíska undrið Ronaldo.

,,Út frá því fer ég í heimsókn til þeirra. Hollendingar eru sérvitir og erfiðir en það hjálpaði mér að alast upp í Belgíu, ég talaði tungumálið og einhvern veginn með skemmtilega mikið sjálfstraust og tek á þessu. Svo kláraðist þetta bara.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Forsetinn biðlar til Real Madrid

Forsetinn biðlar til Real Madrid
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum
Kemur Gyokeres til varnar
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Albert uppljóstrar um nöfn stórliða sem drógu sig úr viðræðum við hann eftir að kærumálið kom upp

Albert uppljóstrar um nöfn stórliða sem drógu sig úr viðræðum við hann eftir að kærumálið kom upp
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Salah snýr aftur

Salah snýr aftur
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Íþróttavikan: Stefán Pálsson fer um víðan völl

Íþróttavikan: Stefán Pálsson fer um víðan völl
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Mikil reiði í garð FIFA vegna miðaverðs á HM – Kalla eftir breytingu

Mikil reiði í garð FIFA vegna miðaverðs á HM – Kalla eftir breytingu
433Sport
Í gær

Albert svarar fyrir stríðið við Arnar Þór og fræga Twitter færslu Eiðs Smára – „Það var raunin, hann gróf sína eigin gröf og rest in peace“

Albert svarar fyrir stríðið við Arnar Þór og fræga Twitter færslu Eiðs Smára – „Það var raunin, hann gróf sína eigin gröf og rest in peace“
433Sport
Í gær

Axel Óskar tekur slaginn áfram með Aftureldingu í Lengjudeildinni

Axel Óskar tekur slaginn áfram með Aftureldingu í Lengjudeildinni
433Sport
Í gær

Telja að letjandi umhverfi á Íslandi sé ástæða þess að ungir menn koma heim – Geti þrefaldað sig í launum hér á landi

Telja að letjandi umhverfi á Íslandi sé ástæða þess að ungir menn koma heim – Geti þrefaldað sig í launum hér á landi
433Sport
Í gær

Albert fer yfir daginn þar sem alþjóð frétti af því að hann væri sakaður um nauðgun – „Ég vissi hvað gerðist þetta kvöld“

Albert fer yfir daginn þar sem alþjóð frétti af því að hann væri sakaður um nauðgun – „Ég vissi hvað gerðist þetta kvöld“