fbpx
Laugardagur 13.desember 2025
433Sport

30 ára erfið bið Liverpool er líklega á enda: Magnaður sigur á Leicester

Hörður Snævar Jónsson
Fimmtudaginn 26. desember 2019 21:50

Trent Alexander-Arnold er að sjálfsögðu á listanum.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það þarf stórslys og meira til svo að Liverpool verði ekki enskur meistari í vor, 30 ára bið stuðningsmanna félagsins er að taka enda.

Liverpool vann efstu deild á Englandi síðast fyrir þrjátíu árum, liðið vann 0-4 sigur á Leicester í kvöld sem situr í öðru sæti. Forysta Liverpool er 13 stig á Leicester og á liðið leik til góða.

Roberto Firmino skoraði fyrsta mark leiksins og það eina í fyrri hálfleik, James Milner bætti við öðru marki úr vítaspyrnu.

Roberto Firmino bætti við því þriðja áður en besti maður vallarins, Trent Alexander-Arnold bætti því fjórða við. Hann hafði lagt upp bæði mörkin fyrir Firmino og fiskað vítaspyrnuna. En Caglar Soyuncu, varnarmaður Leicester fékk boltann í hönd sína úr hornspyrnu Trent.

Liverpool á næst leik þann 29 desember þegar liðið mætir Wolves á heimavelli.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Las biblíuna til að komast í gegnum erfiða tíma – „En svo áttaði ég mig á að ég þurfti að nálgast Jesú“

Las biblíuna til að komast í gegnum erfiða tíma – „En svo áttaði ég mig á að ég þurfti að nálgast Jesú“
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Mikill viðsnúningur í rekstri Manchester United á milli ára – Farnir að skila hagnaði eftir niðurskurð

Mikill viðsnúningur í rekstri Manchester United á milli ára – Farnir að skila hagnaði eftir niðurskurð