fbpx
Miðvikudagur 26.nóvember 2025
433Sport

Átti að verða skær stjarna en alvarlegt slys tók drauminn: Íhugaði að taka eigið líf

Hörður Snævar Jónsson
Miðvikudaginn 4. september 2019 13:16

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Matt Jansen, átti að verða stórstjarna í enskum fótbolta og allt stefndi í það. Það var hins vegar sumarið 2002 sem allt tók breytingum, Jansen lenti í slysi á vespu og var nær dauða en lífi. Hann var staddur í Róm á Ítalíu.

Hann reyndi að spila fótbolta eftir slysið en var ekki sami maður, Jansen lék með Blackburn á þeim tíma. Fyrir slysið vildu Manchester United og Juventus kaupa hann.

Eftir slysið varð Jansen þunglyndur, hann íhugaði að taka eigið líf og drakk áfengi nánast daglega.

,,Ég íhugaði að taka eigið líf, ég drakk mikið og eitt kvöldið sturtaði ég pillum í mig. Ég var þunglyndur,“ sagði Jansen.

,,Ég vaknaði í lagi, ég var ekki nógu harður til að takast á við svona. Þetta var mín leið til að biðja um hjáp.“

,,Ég fór á dimman stað, ég gat ekki höndlað þetta. Það kom ekkert upp í rannsóknum, varðandi meiðslin.“

Eiginkona hans Lucy, stóð með honum í gegnum slæmu tímana. ,,Ég man eftir einu kvöldi þar sem Lucy var hjá foreldrum sínum. Ég ætlaði að keyra þangað dauðadrukkinn, faðir hennar hringdi á lögregluna sem kom til mín og stoppaði það.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Líflína fyrir Jack Grealish – Sjáðu hver faðmaði hann á mánudag

Líflína fyrir Jack Grealish – Sjáðu hver faðmaði hann á mánudag
433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Knattspyrnukappar vilja kaupa gamla Landsbankahúsið – Fasteignamatið meira en 260 milljónir

Knattspyrnukappar vilja kaupa gamla Landsbankahúsið – Fasteignamatið meira en 260 milljónir
433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Fyrrum starfsmaður City segir að stóri dómurinn falli á næstunni

Fyrrum starfsmaður City segir að stóri dómurinn falli á næstunni
433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Íslendingunum brugðið við að sjá þessa stjörnu United í nálægð á Old Trafford

Íslendingunum brugðið við að sjá þessa stjörnu United í nálægð á Old Trafford
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Slot ómyrkur í máli – „Staðan er óásættanleg“

Slot ómyrkur í máli – „Staðan er óásættanleg“
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Tómt vesen á Ajax – Galatasaray tapaði óvænt

Tómt vesen á Ajax – Galatasaray tapaði óvænt