Sigraði með yfirburðum í Söngvakeppni sjónvarpsins – Daði Freyr heillaði
Svala Björgvinsdóttir kom, sá og sigraði í úrslitum Söngvakeppni sjónvarpsins, sem fram fór í Laugardalshöll á laugardagskvöldið. Svala bar sigur úr býtum með nokkrum yfirburðum en hún hlaut 63 prósent atkvæða í úrslitaeinvíginu sem stóð á milli hennar og Daða Freys Péturssonar og Gagnamagnsins.
Svala verður því fulltrúi Íslands í Eurovision þetta árið en lag hennar, Paper, hefur notið mikilla vinsælda að undanförnu. Myndböndin af flutningi lagsins hafa verið spiluð tugþúsunda sinnum á Youtube.