fbpx
Mánudagur 14.júlí 2025
Fókus

Safnað fyrir móður Guðrúnar sem lést á Grindavíkurvegi

„Þær mæðgur voru miklar vinkonur og stoð og stytta hvor annarrar“

Kristín Clausen
Mánudaginn 13. mars 2017 13:44

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Aðfaranótt 5. mars síðastliðinn lést Guðrún Pálsdóttir í umferðarslysi á Grindarvíkurvegi. Guðrún, sem var 45 ára, lætur eftir sig 23 ára son. Vinkonur Þórunnar Sigurðardóttur, sem var móðir Guðrúnar, hafa tekið höndum saman og opnað styrktarreikning til að létta undir með Þórunni sem á um sárt að binda.

Guðrún hafði haldið heimili með móður sinni undanfarið ár en sambýlismaður Guðrúnar lést árið 2014. Móðir Guðrúnar, Þórunn, var einnig ekkja en maðurinn hennar, Sigurður Knútsson, lést úr krabbameini árið 2016.

Sjá einnig „Ég hef stundum sagt að ég hafi níu líf“

Í nýlegri úttekt sem DV gerði er greint frá því að Reykjanesbraut og Grindavíkurvegur séu tveir af hættulegustu vegum landsins. Þrátt fyrir það draga stjórnvöld lappirnar í vegamálum og ætla ekki í framkvæmdir fyrr en árið 2019.

Í frétt um söfnunina á Grindavik.net segir að Guðrún hafi verið félagskona í slysavarnadeildinni Þórkötlu.

Þar segir jafnframt:

„Þær mæðgur voru miklar vinkonur og stoð og stytta hvor annarrar eftir missi maka þeirra beggja. Núna hefur Þórunn misst frumburðinn sinn. Það er mikið lagt á eina góða konu og því ákvað Sólveig Steinunn Guðmundsdóttir, hún Solla okkar í Nettó, sem einnig er félagskona að stofna reikning til styrktar Þórunni til að geta séð um útför dóttur sinnar.“

Reikningurinn er í Landsbankanum í Grindavík og er á nafni og kennitölu Þórunnar: 0143-05-061158, kt. 051250-6139.
Við hvetjum þá sem tök hafa á að styrkja Þórunni á þessum erfiða tíma. Munum að margt smátt gerir eitt stórt.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 23 klukkutímum

Friðarsamningar milli Harry og kóngsins hafnir – Fulltrúar hittust á leynifundi

Friðarsamningar milli Harry og kóngsins hafnir – Fulltrúar hittust á leynifundi
Fókus
Fyrir 2 dögum

„Það komu upp alls konar tilfinningar en mest fann ég fyrir stolti og gleði“

„Það komu upp alls konar tilfinningar en mest fann ég fyrir stolti og gleði“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Kynlífsráðgjafi með 45 ára reynslu: Þetta er helsta ástæða framhjáhalds

Kynlífsráðgjafi með 45 ára reynslu: Þetta er helsta ástæða framhjáhalds
Fókus
Fyrir 4 dögum

Bókari klámstjarnanna: Afhjúpar það mesta sem viðskiptavinur hefur skuldað skattinum

Bókari klámstjarnanna: Afhjúpar það mesta sem viðskiptavinur hefur skuldað skattinum
Fókus
Fyrir 4 dögum

Ragga Holm og Elma trúlofaðar

Ragga Holm og Elma trúlofaðar