fbpx
Fimmtudagur 18.september 2025
Fókus

Sindri var „dónalegur“ við Þóru: „Djöfull ertu orðinn leiðinlegur“ – Sjáðu myndbandið

Einar Þór Sigurðsson
Mánudaginn 13. mars 2017 14:37

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þóra var eiginlega hálf orðlaus.
Móðguð Þóra var eiginlega hálf orðlaus.

„Gastu ekki fengið þér stærra sjónvarp? Þetta er ekki það fallegasta sem maður hefur séð,“ sagði sjónvarpsmaðurinn góðkunni, Sindri Sindrason, þegar hann heimsótti Þóru Sif Friðriksdóttur í þætti sínum, Heimsókn, sem sýndur verður á miðvikudag.

Grínið heppnaðist vel.
Skemmtilegt Grínið heppnaðist vel.

Stutt innslag úr þættinum hefur verið birt á vef Vísis en þar má sjá Sindra spyrja Þóru ýmissa óviðeigandi spurninga – og er ljóst að henni var ekki hlátur í huga í viðtalinu.

Það sem hún vissi þó ekki var að vinkonur hennar höfðu skipulagt uppátækið enda stóð til að gæsa hana þennan dag. Sindri setti út á fleira en stórt sjónvarp í innslaginu, til dæmis borðstofuborðið. „Af því að þú átt náttúrulega svo fallegt heimili, en svo kemur borðstofuborðið,“ sagði Sindri yfirlætisfullur þegar hann benti á fallegt borðið.

Stuttu síðar birtist vinkonuhópurinn fyrir utan heimili Þóru og brosti Sindri vandræðalega til hennar. „Djöfull ertu orðinn leiðinlegur,“ sagði Þóra meðan vinkonuhópurinn skellti upp úr.

Þáttur Sindra er sem fyrr segir sýndur á miðvikudagskvöld.

Þetta þrælskemmtilega innslag má sjá hér að neðan:

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Agnes selur einstaka Parísarhæð

Agnes selur einstaka Parísarhæð
Fókus
Í gær

Konungsfjölskyldan enn og aftur sögð brjáluð út í Harry Bretaprins eftir nýlegt viðtal – „Harry kann ekki að þegja“

Konungsfjölskyldan enn og aftur sögð brjáluð út í Harry Bretaprins eftir nýlegt viðtal – „Harry kann ekki að þegja“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Var einmana fyrst þegar hann flutti til Bandaríkjanna – Þetta gerði hann til að kynnast fólki

Var einmana fyrst þegar hann flutti til Bandaríkjanna – Þetta gerði hann til að kynnast fólki
Fókus
Fyrir 3 dögum

Vikan á Instagram: „Hotmömmubikinígellustælar, það má líka“

Vikan á Instagram: „Hotmömmubikinígellustælar, það má líka“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Eiginmaðurinn hélt framhjá með dóttur nágrannans – „Ætti ég að gefa honum annað tækifæri?“

Eiginmaðurinn hélt framhjá með dóttur nágrannans – „Ætti ég að gefa honum annað tækifæri?“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Leikkona biðst afsökunar eftir að hún birti mynd af sér með slaufuðum tónlistarmanni

Leikkona biðst afsökunar eftir að hún birti mynd af sér með slaufuðum tónlistarmanni