fbpx
Laugardagur 15.nóvember 2025
Fókus

Sædís: „Hún var rosaleg tík“

Survivor-stjarnan Abi-Maria Gomes er vinsæl meðal íslenskra aðdáenda

Björn Þorfinnsson
Sunnudaginn 19. mars 2017 16:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Á dögunum varð uppi fótur og fit í samfélagi Survivor-aðdáenda hérlendis þegar í ljós kom að ein af stjörnum þáttanna, Abi-Maria Gomes, var stödd í fríi hérlendis. Einn meðlimur hópsins, Sædís Anna Jónsdóttir, prófaði að senda henni skilaboð og spyrja hvort hún væri til í að hitta nokkrar aðdáendur hérlendis meðan á dvöl hennar stæði og það var Gomes svo sannarlega til í. Skipulagning fór á fullt og um það leyti sem DV fór í prentun settust þrjátíu aðdáendur niður með stjörnunni á Hótel Marina og horfðu á nýjasta þáttinn í 34. seríu þáttarins Survivor: Game Changers.

Var afar spennt fyrir kvöldstund með Survivor-stjörnunni Abi-Maria Gomes.
Sædís Anna Jónsdóttir Var afar spennt fyrir kvöldstund með Survivor-stjörnunni Abi-Maria Gomes.

„Hún var rosaleg tík og það gerði hana að stórskemmtilegum keppanda. Það sést best á því að eftir frumraun sína í 25. seríu, Survivor: Philippines þá fékk hún aftur tækifæri í 31. seríu, Survivor Cambodia, þar sem eftirminnilegir keppendur fengu annað tækifæri. Hún lenti í fimmta sæti af tuttugu keppendum í fyrri keppninni og í sjöunda sæti í þeirri síðari. Það var held ég aðallega af því að hún var svo erfið í sambúð,“ segir Sædís og hlær. Að hennar sögn er Abi-Maria afar þekkt í samfélagi Survivor-aðdáenda en geti engu að síður gengið róleg niður Laugarveginn.

Survivor-aðdáendur hérlendis halda úti Facebook-síðunni S01E01: Survivor Edition sem er afar lífleg. Þar eru gamlar þáttaraðir ræddar auk þess sem náið er fylgst með þeirri seríu sem er í gangi hverju sinni. Hópurinn stendur fyrir keppninni „Þraukarinn“ þar sem þátttakendur veðja á sína hesta í byrjun hverrar seríu og síðan eru veitt verðlaun þeim sem reynast sannspáir. „Það bætast sífellt fleiri við og flestir hafa verið aðdáendur frá fyrsta þætti. Þegar seríunum fjölgaði þá kom smá tímabil þar sem það þótti ekkert sérstaklega töff og þá fylgdust margir áfram með í laumi. Með tilkomu hópsins hafa hins vegar fjölmargir stigið fram og opinberað aðdáun sína og það er mjög skemmtilegt. Þetta eru náttúrlega bestu sjónvarpsþættir í heimi,“ segir Sædís Anna.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Missti 77 kíló án Ozempic – Fann síðan eitthvað í handarkrikanum

Missti 77 kíló án Ozempic – Fann síðan eitthvað í handarkrikanum
Fókus
Fyrir 2 dögum

Kevin Federline um stöðuna á sambandi drengjanna við móður þeirra

Kevin Federline um stöðuna á sambandi drengjanna við móður þeirra
Fókus
Fyrir 3 dögum

Handtekinn sama dag og hann var tilnefndur til Grammy-verðlauna

Handtekinn sama dag og hann var tilnefndur til Grammy-verðlauna
Fókus
Fyrir 3 dögum

89 ára næringarfræðingur varpar ljósi á hvað hún borðar til að halda heilsunni góðri

89 ára næringarfræðingur varpar ljósi á hvað hún borðar til að halda heilsunni góðri