fbpx
Laugardagur 12.júlí 2025
Fókus

Veist þú hvers vegna forsetinn er í mislitum sokkum?

Ritstjórn DV
Mánudaginn 20. mars 2017 22:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Forseti Íslands, Guðni Th. Jóhannesson, klæðist mislitum sokkum á mynd sem Downsfélagið birtir á Facebook-síðu sinni. Á síðunni kemur fram að fólk um allan heim klæðist mislitum sokkum þann 21. mars ár hvert til að fagna og sýna samstöðu með margbreytileikanum.

Á morgun er Downsdagurinn er og Guðni Th. með þessu að sýna baráttu samtakanna stuðning. Þar er fólk hvatt til að deila myndum af sér í mislitum sokkum á Instagram, með myllumerkinu #downsfelag og #downsdagurinn. „Í veislu félagsins í Laugardal verður stór skjár þar sem myndirnar munu birtast.“

Við myndina á síðu Downsfélagsins má sjá að stuðningur forsetans mælist vel fyrir „Það er frábært að hafa þennan forseta sem ekki gerir greinarmun á sér og venjulegu fólki. Hann er öllum góð fyrirmynd“ skrifar einn við færsluna.

Sameinuðuþjóðirnar stóðu fyrir því að 21. mars yrði alþjóðadagur Downs-heilkennisins. Markmiðið er að auka vitund og minnka aðgreiningu. Dagsetningin vísar til þess að Downs-heilkenni er orsakað af auka litningi 21. Með öðrum orðum hafa þeir sem eru með Downs þrjú eintök af litningi númer 21. Á síðu Downsfélagsins kemur fram að haldið verði upp á daginn í veislusal Þróttar á milli klukkan 17 og 19 á morgun. „Frábært tilefni til að hittast og gleðjast saman. Jón Jónsson mun gleðja okkur með nokkrum lögum. Hlökkum til að sjá sem flesta.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Bókari klámstjarnanna: Afhjúpar það mesta sem viðskiptavinur hefur skuldað skattinum

Bókari klámstjarnanna: Afhjúpar það mesta sem viðskiptavinur hefur skuldað skattinum
Fókus
Fyrir 2 dögum

Ragga Holm og Elma trúlofaðar

Ragga Holm og Elma trúlofaðar
Fókus
Fyrir 3 dögum

Vill skilnað og krefst framfærslu frá leikkonunni – Pappírar greina frá óhóflegri eyðslu

Vill skilnað og krefst framfærslu frá leikkonunni – Pappírar greina frá óhóflegri eyðslu
Fókus
Fyrir 3 dögum

„Risa högg“ fyrir Kim Kardashian – Leikkonan stal senunni

„Risa högg“ fyrir Kim Kardashian – Leikkonan stal senunni
Fókus
Fyrir 4 dögum

„Ég var allan tímann ákveðin í að komast út úr þessu“

„Ég var allan tímann ákveðin í að komast út úr þessu“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Kristbjörg opnar sig: „Ég spyr mig oft: Erum við að gera rétt?“

Kristbjörg opnar sig: „Ég spyr mig oft: Erum við að gera rétt?“