fbpx
Fimmtudagur 18.september 2025
Fókus

Mátti ekki heita Baltasar: Sá hlær best sem síðasta hlær

Kristjón Kormákur Guðjónsson
Fimmtudaginn 16. mars 2017 13:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Um 1960 kom myndlistarmaður nokkur frá Spáni og settist að á Íslandi. Hann hét og heitir Baltasar Samper og eftir að hann ákvað að gerast íslenskur ríkisborgari lenti hann í miklu stappi við íslensk yfirvöld sem sögðu að samkvæmt íslenskum nafnalögum mætti hann alls ekki heita Baltasar.“

Þannig hefst örpistill eftir Illuga Jökulsson rithöfund á Facebook sem hann kallar fróðleiksmola dagsins. Þar greinir hann frá því þegar faðir Baltasars Kormáks leikstjóra kom til Íslands og vildi setjast hér að. Þess má geta að Baltasar eldri og Jökull Jakobsson faðir Illuga voru miklir vinir og nánir samstarfsmenn. Við gefum Illuga orðið:

„Það væri bara ekki íslenskt nafn, og hann yrði að taka upp nafnið Guðmundur eða Sigurður eða Jón eða eitthvað rammíslenskt. Þetta var heilmikið vesin hjá Baltasar, veit ég, en hann lét sig ekki og hélt áfram að heita Baltasar. Árið 1966 eignaðist hann dreng sem einnig var skírður Baltasar og fékk pilturinn með semingi að heita þessu „útlenska“ nafni. Þar með voru Baltasarar á Íslandi orðnir tveir. Eftir að Baltasar yngri varð frægur leikari og leikstjóri brá svo við að Baltasörum tók mjög að fjölga á Íslandi. Nú reiknast mér til að 169 Baltasarar séu á Íslandi, langflestir fæddir eftir árið 2000. Sá hlær best sem síðast hlær, gæti Baltasar eldri sagt.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Hyldýpi – Þeysireið um myrkur mannheima

Hyldýpi – Þeysireið um myrkur mannheima
Fókus
Fyrir 2 dögum

Það vex á mér vömbin og spikið!

Það vex á mér vömbin og spikið!
Fókus
Fyrir 2 dögum

Sunneva reyndi að taka sætar myndir en hundurinn hafði önnur áform

Sunneva reyndi að taka sætar myndir en hundurinn hafði önnur áform
Fókus
Fyrir 2 dögum

Brjálaður yfir hegðun stúlkna á hvítri Teslu – „Skammist ykkar!“

Brjálaður yfir hegðun stúlkna á hvítri Teslu – „Skammist ykkar!“
Fókus
Fyrir 2 dögum

FKA konur í laxveiði – kraftur, gleði og maríulaxar

FKA konur í laxveiði – kraftur, gleði og maríulaxar
Fókus
Fyrir 3 dögum

Ásdís Rán og Þórður Daníel í sitthvora áttina

Ásdís Rán og Þórður Daníel í sitthvora áttina
Fókus
Fyrir 3 dögum

„Mig langar að skora á Kastljósið að bjóða mér og Ölmu Möller að ræða málin“

„Mig langar að skora á Kastljósið að bjóða mér og Ölmu Möller að ræða málin“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Manst þú eftir drengnum í Tortímandanum? Svona lítur hann út í dag

Manst þú eftir drengnum í Tortímandanum? Svona lítur hann út í dag