fbpx
Fimmtudagur 18.september 2025
Fókus

Batakveðjum rignir yfir Stefán Karl í hjartnæmu myndbandi: „Heimsbyggðin elskar þig“

Byrjar í geislameðferð á morgun

Ritstjórn DV
Þriðjudaginn 7. mars 2017 16:20

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Þú ert manneskja sem kannt að koma milljónum manna til að hlæja. Ég ákvað með þessu verkefni að sýna þér að allri heimsbyggðinni er annt um þig.“ Þetta segir úkraínska listakonan Milena Barshatskaya, í myndbandi sem hún hefur búið til og birt á Youtube.

Myndbandið samanstendur af ótal kveðjum til leikarans Stefáns Karls Stefánssonar, sem glímt hefur verið erfið veikindi undanfarið. Stefán Karl er þekktur út um allan heim fyrir túlkun sína á Glanna glæp og öðrum skáldsagnapersónum í Latabæ.

„Þú breyttir lífi mínu til hins betra,“ segir í einni kveðjunni frá Rússlandi en í myndbandinu berast Stefáni kveðjur frá flestum heimshornum, svo sem Þýskalandi, Indónesíu, Bandaríkjunum, Argentínu, Ítalíu, Rússlandi, Kasakstan, Tyrklandi, Póllandi og Frakklandi. „Þú ert einn fárra sem veitti mér styrk til að komast í gegn um erfiða tíma,“ segir einn aðdáandi Stefáns Karls. „Þú ert stórkostleg manneskja,“ segir annar. „Takk fyrir að gera æsku mína betri. Þú varst mér eins og vinur.“

Milena lýkur myndbandinu á að tala um hversu frábær leikari og söngvari Stefán Karl er. „Takk fyrir allt. Úkraína elskar þig. Heimsbyggðin elskar þig.“

[youtube https://www.youtube.com/watch?v=U-pWeDridxw&w=560&h=315]

Stefán Karl þakkar fyrir sig í hópnum We Are Number One – Live Event, á Facebook. Þar segir hann að tímasetningin hafi verið frábær því hann byrji í geislameðferð á morgun. Hann hafi tárast við að horfa á myndbandið. Hann sé stuðningnum afar þakklátur en honum hafa borist árnaðarkveðjur í ýmsu formi. „Örlæti ykkar og stuðningur hefur gert mér miklu auðveldara fyrir að berjast við sjúkdóminn. Ég er fullur auðmýkt og gleði yfir því að vera hluti af þessu samfélagi.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Sunneva reyndi að taka sætar myndir en hundurinn hafði önnur áform

Sunneva reyndi að taka sætar myndir en hundurinn hafði önnur áform
Fókus
Í gær

Brjálaður yfir hegðun stúlkna á hvítri Teslu – „Skammist ykkar!“

Brjálaður yfir hegðun stúlkna á hvítri Teslu – „Skammist ykkar!“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Gugga Lísa sleppir takinu á sorginni og kveður móður sína í hinsta sinn

Gugga Lísa sleppir takinu á sorginni og kveður móður sína í hinsta sinn
Fókus
Fyrir 2 dögum

Sjaldséð sjón: Mary-Kate og Ashley létu sjá sig

Sjaldséð sjón: Mary-Kate og Ashley létu sjá sig
Fókus
Fyrir 2 dögum

„Mig langar að skora á Kastljósið að bjóða mér og Ölmu Möller að ræða málin“

„Mig langar að skora á Kastljósið að bjóða mér og Ölmu Möller að ræða málin“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Manst þú eftir drengnum í Tortímandanum? Svona lítur hann út í dag

Manst þú eftir drengnum í Tortímandanum? Svona lítur hann út í dag
Fókus
Fyrir 3 dögum

Vinsælir þættir snúa aftur – Síðasti þáttur var sýndur árið 2019

Vinsælir þættir snúa aftur – Síðasti þáttur var sýndur árið 2019
Fókus
Fyrir 3 dögum

„Nú bíð ég spennt eftir jólabókaflóðinu“

„Nú bíð ég spennt eftir jólabókaflóðinu“