fbpx
Föstudagur 18.júlí 2025
Fókus

Sigmundur tekur þátt í deilunum: „Hægt að leysa málið með því að borða bara íslenskan mat“

Kristjón Kormákur Guðjónsson
Þriðjudaginn 7. mars 2017 17:48

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Eitt stærsta hitamálið í síðasta mánuði fjallaði um hvort ananas ætti heima á pítsum. Forseti Íslands, Guðni Th. Jóhannesson lýst því yfir í Menntaskólanum á Akureyri að hann væri alfarið á móti því að ananas væri settur á pítsur. Bætti hann við að ef hann gæti sett lög myndi hann hreinlega banna ananas á flatbökur. Fréttir af þessum orðum forsetans rötuðu í erlenda miðla og tóku þúsundir manna hér á landi þátt í skoðanakönnun um hvort anans ætti heima á pítsum. 60 prósent sögðu já.

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson þingmaður Framsóknarflokksins og fyrrverandi forsætisráðherra blandar sér nú í stóra ananas-málið en hann segir á Facebook:

„Ég hafði alls ekki hugsað mér að skipta mér opinberlega af ananaspizzumálinu þrátt fyrir að hafa lengi haft sterkar skoðanir á því og reynt að fræða vini og vandamenn um það í a.m.k. tuttugu ár. Enda var nóg komið af erfiðum alþjóðlegum deilumálum í bili og mér leiðist að skipta mér af erfiðum deilumálum. Vil frekar halda mig við léttari dægurmál.

En eftir að forsætisráðherra Kanada tók málið upp að nýju og reyndist vera á algjörum villigötum get ég ekki látið hjá líða að tjá mig: Ananas á ekki heima á pizzu.

Frá barnæsku hef ég verið hrifinn af ananas og þótti ananasdjús bestur djúsa. En ananas á alls ekki heima á pizzu, ekki frekar en sýrður rjómi á sushi.“

Þá telur Sigmundur upp fjögur atriði um af hverju ananas eigi ekki að nýta sem álegg á pítsu.

„1. Ananas er um margt líkur sítrusávöxtum eins og appelsínum og sítrónum. Hver þeirra sem trúir því að ananas eigi heima á pizzu myndi panta pizzu með appelsínum og lime? Ávextir sem notaðir eru til að framleiða safa eiga ekki heima á pizzu.

  1. Súrsæta ananasbragðið rennur ekki saman við annað bragð á pizzunni og virkar því eins og truflandi aðskotaefni (mengun).

  2. Hitastig ananasbitanna er iðulega á skjön við restina af pizzunni. Ananasinn hitnar hraðar og meira en önnur hráefni og getur í fyrstu valdið brunasárum. Svo kólnar ananasinn og verður kaldari en restin af pizzunni (og auðvitað slepjulegri).

  3. Þegar ananas er hitaður lekur súr safinn úr honum þ.a. að hver einasti biti mengar út frá sér. Það dugar því ekki að tína bitana af pizzunni.“

Þá greinir Sigmundur frá því að á heimilinu ríki ekki einhugur um málið.

„Það hefur verið reynt að leysa málið með því að panta bara ananas á helminginn en það er ekki fullkomin lausn því safinn lekur yfir á hreina helminginn og skemmir hann að hluta,“ segir Sigmundur og bætir við að lokum:

„Áhuga forseta Íslands og annarra á að banna ananas á pizzum er því skiljanlegur. Það ætti alla vega við um bann við ananas á stórum pizzum. Hugsanleg málamiðlun væri sú að fólki yrði leyft að panta sér einstaklingspizzur með ananas ef þær yrðu afgreiddar á afmörkuðum svæðum á pizzustöðum. Svo væri náttúrulega hægt að leysa málið með því að borða bara íslenskan mat.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 3 dögum

Sýndi ótrúlega danstakta í Leifsstöð

Sýndi ótrúlega danstakta í Leifsstöð
Fókus
Fyrir 3 dögum

Vikan á Instagram – „Gott að vera tengdur innra barninu í sér“

Vikan á Instagram – „Gott að vera tengdur innra barninu í sér“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Friðarsamningar milli Harry og kóngsins hafnir – Fulltrúar hittust á leynifundi

Friðarsamningar milli Harry og kóngsins hafnir – Fulltrúar hittust á leynifundi
Fókus
Fyrir 4 dögum

Þess vegna lifa konur lengur en karlar

Þess vegna lifa konur lengur en karlar
Fókus
Fyrir 5 dögum

Julia með stórskemmtilegt myndband frá Íslandi – „I Wonder What Björk Is Doing Right Now. Kría!“

Julia með stórskemmtilegt myndband frá Íslandi – „I Wonder What Björk Is Doing Right Now. Kría!“
Fókus
Fyrir 5 dögum

Grill- og tónlistarhátíðin Kótelettan nær hámarki í dag – myndasyrpa frá föstudagskvöldinu

Grill- og tónlistarhátíðin Kótelettan nær hámarki í dag – myndasyrpa frá föstudagskvöldinu