fbpx
Laugardagur 25.maí 2024
Fréttir

Segja Birnu ekki hafa liðið illa

Auður Ösp
Mánudaginn 16. janúar 2017 17:45

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Fjölskylda Birnu Brjánsdóttir segir að ekkert hafi gefið til kynna að hún hafi ætlað að vinna sér mein áður en hún hvarf. Upp hafa sprottið umræður og á samfélagsmiðlum í dag þar sem gefið er í skyn að Birnu hafi liðið illa og verið í andlegu ójafnvægi. Lögreglan tekur af allan vafa um slíkt.

Á nýloknum blaðamannafundi sagði Grímur Grímsson yfirlögregluþjónn að komið hafi fram í viðtölum við fjölskyldu Birnu að hún væri með svartan húmor. Það geti skýrt dökkar færslur á facebooksíðu hennar sem gáfu til kynna vanlíðan og langanir til að enda líf sitt.

Þá kom fram að Birna væri nýhætt í sambandi og sé búsett hjá pabba sínum í Breiðholti. Hún neyti ekki annarra vimuefna en áfengis

Þá segir fjölskylda Birnu að það sé ekki líkt henni að ganga heim. Ólíklegt er að hún hafi verið að labba heim úr bænum umrædda nótt en á leið sinni að Laugaveg 31 reynir hún ekki að ná athygli leigubíla sem verða á vegi hennar.

Þá bendir ekkert til þess að Birna hafi verið elt á leið sinni um Austurstræti, Bankastræti og Laugaveg.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Sló ökumann í höfuðið með bjórglasi

Sló ökumann í höfuðið með bjórglasi
Fréttir
Í gær

NATÓ-ríki íhuga að senda hermenn til Úkraínu

NATÓ-ríki íhuga að senda hermenn til Úkraínu
Fréttir
Í gær

Vinnumálastofnun mátti ekki neita fólki um atvinnuleysisbætur bara því þau voru eigendur, framkvæmdastjórar, stjórnarmenn eða prókúruhafar fyrirtækja í virkum rekstri

Vinnumálastofnun mátti ekki neita fólki um atvinnuleysisbætur bara því þau voru eigendur, framkvæmdastjórar, stjórnarmenn eða prókúruhafar fyrirtækja í virkum rekstri
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Sunak sagður hafa svikið loforð sem hann gaf syrgjandi móður

Sunak sagður hafa svikið loforð sem hann gaf syrgjandi móður