fbpx
Mánudagur 17.júní 2024
Fréttir

Segir kerfið þurfa að axla ábyrgð á andláti ungra barna – „Að neita fyrir mistök stráir salti í sár eftir erfiða upplifan“

Ragna Gestsdóttir
Fimmtudaginn 23. maí 2024 12:07

Winter lést sjö vikna gömul í nóvember 2023. Berglind Björg var tveggja ára þegar hún lést í byrjun mars 2022.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Það er lágmark að ábyrgð sé viðurkennd og bætt úr því sem þarf að bæta úr. Svo að syrgjandi foreldrar viti að þeirra upplifun sé ekki hundsuð og afskrifuð. Að neita fyrir mistök stráir salti í sár eftir erfiða upplifan. Að neita fyrir mistök er ekki leiðin til framfara og ekki til þess fallið að auka traust á kerfunum okkar,“

segir Dóra Björt Guðjónsdóttir borgarfulltrúi Pírata. 

Segist hún hugsi yfir því að forsvarsmenn í heilbrigðiskerfinu hafi ekki viðurkennt mistök og axlað ábyrgð í tveimur tilfellum þegar mjög ung börn létust. 

„Núna er ég á einum sólarhring búin að lesa um tvö alvarleg og frekar nýleg mistök af hendi heilbrigðiskerfisins þar sem mjög ung börn létust í kjölfarið. Í hvorugu tilfelli virðist forsvarsfólk heilbrigðiskerfisins hafa viðurkennt mistökin og axlað ábyrgðina. Eitthvað hefur þó borið á því að bætt sé úr ferlum. Hvers vegna er bætt úr ferlum ef ábyrgðin og mistökin eru ekki viðurkennd?“

Annað málið sem Dóra Björt vísar til er andlát sjö vikna dóttur Anítu Berkley sem lést í byrjun nóvember í fyrra eftir að hafa verið send heim af Barnaspítalanum. DV greindi frá málinu í morgun.

Sjá einnig: Sjö vikna dóttir Anítu var útskrifuð af Barnaspítalanum – Lést innan við sólarhring síðar: „Hvar er réttlætið fyrir börnin okkar?“

Segja heilbrigðisþjónustu á landsbyggðinni óásættanlega

Hitt málið er andlát Berglindar Bjargar Arnarsdóttur, sem lést 7. mars 2022, tveggja ára, eftir að hafa fengið COVID-19. Foreldrar hennar, Petra Bergrún Axelsdóttir og Arnar Þór Ómarsson gagnrýndu eftir andlátið þá læknisþjónustu sem hún fékk. Fjölskyldan er búsett á Þórshöfn á Langanesi og segja foreldrarnir heilbrigðisþjónustu á landsbyggðinni óásættanlega. Vísir greindi frá því í gær að foreldrarnir ætla að stefna íslenska ríkinu vegna andláts dóttur þeirra. 

„Fólk gerir mistök, stundum hafa þau mistök hræðilegar afleiðingar. Við viljum afstýra því, en til þess þarf að bæta úr og til þess að bæta úr af alvöru þarf að axla ábyrgð af alvöru,“ segir Dóra Björt. Segist hún sjálf hafa upplifað vöntun á gæðaferlum innan heilbrigðiskerfisins. 

„Hvert á að leita til að kvarta? Er verið að meta þjónustuupplifun almennt og breyta byggt á þeirri skoðun? Hið opinbera þarf að gera hlutina vel og hafa alvöru gæðaferla til að færa þeim ekki vopn sem vilja færa verkefnin yfir til einkaaðila.

Ég veit að kerfið er fjársvelt og fólk undir ómennsku álagi. Það afsakar samt ekki það að viðurkenna ekki mistökin. Það er huggun harmi gegn ef hægt er að vera þess fullviss að allt verði gert til að bæta úr. Það er huggun harmi gegn að fá alvöru afsökunarbeiðni. Nú þarf að brettta upp ermar og gera betur.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 15 klukkutímum
Leiðrétting um Carbfix
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Bikblæðingar á vettvangi rútuslyss – Vegarkaflinn „ein stór tjörudrulla“

Bikblæðingar á vettvangi rútuslyss – Vegarkaflinn „ein stór tjörudrulla“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Landsréttur staðfesti dóm yfir manni fyrir fjárdrátt – Tæmdi reikning fyrirtækis sem hann átti með öðrum

Landsréttur staðfesti dóm yfir manni fyrir fjárdrátt – Tæmdi reikning fyrirtækis sem hann átti með öðrum
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Rússneskur bankastjóri varar við – Blikur á lofti

Rússneskur bankastjóri varar við – Blikur á lofti
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Fór til Íslands fyrir þremur árum og gerði stór mistök: Nú hefur ókunnugur maður komið henni til bjargar

Fór til Íslands fyrir þremur árum og gerði stór mistök: Nú hefur ókunnugur maður komið henni til bjargar