fbpx
Laugardagur 05.júlí 2025
Fréttir

Pútín rak ráðherra – Þykir benda til stefnubreytingar í stríðinu

Ritstjórn DV
Fimmtudaginn 23. maí 2024 10:30

Yury Sadovenko. Mynd:Rússneska varnarmálaráðuneytið

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Vladímír Pútín, Rússlandsforseti, stokkaði upp í ríkisstjórn sinni í síðustu viku og færði menn á milli embætta. En hann er ekki hættur því á þriðjudaginn rak hann einn ráðherra og þykir sú ráðstöfun benda til að verið sé að breyta um stefnu í stríðsrekstrinum í Úkraínu.

Það þóttu mikil tíðindi í síðustu viku þegar Pútín setti hagfræðing í embætti varnarmálaráðherra en sá heitir Andrey Belousov og er gamall bandamaður Pútíns. Þykir setning hans í embættið benda til að Pútín sé að undirbúa sig undir langvarandi stríð og sé að setja efnahagskerfi landsins í stríðsgír til að vera búinn undir árekstra við NATÓ.

Á þriðjudaginn rak hann Yury Sadovenko, hershöfðingja, úr embætti aðstoðarvarnarmálaráðherra og skipaði í hans stað Oleg Savelye í embættið. Hann er fyrrum aðstoðar efnahagsráðherra og núverandi ríkisendurskoðandi.

Bandaríska hugveitan The Institute for the Study of War segir í umfjöllun um þetta að rússneskir herbloggarar segi að tilnefning Savalyev sé í samræmi við tilraunir Kremlverja til að styrkja stríðsefnahaginn. Ástæðan er að Savelyev á sér fortíð í hagfræði og reynslu af að sinna endurskoðun á varnarmálum, þjóðaröryggismálum og löggæslumálum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Julian McMahon látinn

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Áráttufullur perri í Reykjavík olli konum skelfingu – „Chupa Chupa“

Áráttufullur perri í Reykjavík olli konum skelfingu – „Chupa Chupa“
Fréttir
Í gær

Gullöld Donald Trump: Allt gengur forsetanum í hag

Gullöld Donald Trump: Allt gengur forsetanum í hag
Fréttir
Í gær

Hart tekist á um Fannborgarreitinn í Kópavogi – Bílastæði séu einhliða tekin af íbúum

Hart tekist á um Fannborgarreitinn í Kópavogi – Bílastæði séu einhliða tekin af íbúum
Fréttir
Í gær

Þorbjörg Sigríður vill þyngja refsingar í ofbeldismálum

Þorbjörg Sigríður vill þyngja refsingar í ofbeldismálum
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Fölsuðu bréf svo kennarar í Hofsstaðaskóla gætu fengið styrk til Frakklandsferðar – Kenna undirverktaka um

Fölsuðu bréf svo kennarar í Hofsstaðaskóla gætu fengið styrk til Frakklandsferðar – Kenna undirverktaka um
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Rússar breyta um taktík – Írönsku drónarnir verða sífellt hættulegri

Rússar breyta um taktík – Írönsku drónarnir verða sífellt hættulegri