Fyrrum forsætisráðherra, Jóhanna Sigurðardóttir, ætlar að kjósa Höllu Hrund Logadóttur, samkvæmt færslu hennar á Facebook. Hún segir þá ákvörðun ekki síst byggða á þekkingu Höllu Hrundar á auðlindum þjóðarinnar og áherslu hennar á að nýta þessar auðlindir landsins í almannaþágu.
„Ég kýs Höllu Hrund Logadóttur sem næsta forseta Íslands. Ekki síst vegna þekkingar hennar á auðlindum þjóðarinnar og áherslu á að þær verði nýttar í almannaþágu. Ekki síður finnst mér sýn hennar í jafnréttismálum, og varðandi hagsmuni þeirra sem höllum fæti standa, afar mikilvæg. Halla Hrund býr yfir þeim kostum sem ég vil að forseti Íslands hafi til að bera, réttsýni, mannúð og mildi.“