fbpx
Fimmtudagur 13.nóvember 2025
Fókus

Dick Van Dyke snýr aftur

Kolbrún Bergþórsdóttir
Þriðjudaginn 27. desember 2016 18:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Dick Van Dyke snýr aftur í framhaldsmynd um Mary Poppins. Árið 1964 lék hann Bert í Mary Poppins og á dögunum tilkynnti hann að hann hefði fengið hlutverk í nýju myndinni, Mary Poppins Returns. Ekki var þess getið hvaða persónu hann leikur þar. Myndin gerist á fullorðinsárum Jane og Michael Banks sem takast á við missi, en þá kemur Mary Poppins svífandi og töfrar taka völdin. Emily Blunt fer með hlutverk Mary Poppins og meðal annarra leikara eru Meryl Streep og Angela Lansbury. Myndin verður frumsýnd um jólin 2018. Ýmsir hafa viðrað efasemdir um að rétt sé að gera framhaldsmynd eftir jafn vinsælli mynd og Mary Poppins, en nú er bara að bíða og sjá hvernig til tekst.

Dick Van Dyke er orðinn 91 árs og segir að ekki komi til greina að hann dragi sig í hlé. „Það er það versta sem ég gæti gert,“ segir hann. Hann er í góðu formi og fer í líkamsþjálfun fimm sinnum í viku. Mótleikkona hans úr Mary Poppins, Julie Andrews, er 81 árs, en hún fékk Óskarsverðlaun fyrir frammistöðu sína í myndinni. Ekki er vitað til þess að henni hafi verið boðið hlutverk í framhaldsmyndinni.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Kristjáni blöskraði útfararkostnaður og skrifaði bók – „Hvernig höndlum við dauðann?“

Kristjáni blöskraði útfararkostnaður og skrifaði bók – „Hvernig höndlum við dauðann?“
Fókus
Í gær

Kemur umdeildri leiksýningu í Borgarleikhúsinu til varnar – „Eitt af verkefnum listarinnar er að losa sig undan oki tímans“

Kemur umdeildri leiksýningu í Borgarleikhúsinu til varnar – „Eitt af verkefnum listarinnar er að losa sig undan oki tímans“
Fókus
Fyrir 4 dögum

O heldur áfram að raka inn verðlaunum

O heldur áfram að raka inn verðlaunum
Fókus
Fyrir 4 dögum

Augnlæknar nefna það sem þeir myndu aldrei gera: „Nudda augun“

Augnlæknar nefna það sem þeir myndu aldrei gera: „Nudda augun“