fbpx
Mánudagur 29.apríl 2024
Matur

Fimm matvæli sem eru alltaf til í ísskápnum hjá Harry og Meghan

Lilja Katrín Gunnarsdóttir
Mánudaginn 14. janúar 2019 09:00

Meghan og Harry eru lukkuleg.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Eins og áður hefur verið sagt frá hefur leikkonan Meghan Markle haft gríðarlega góð áhrif á mataræði eiginmanns síns, Harry prins, síðan þau gengu í það heilaga í maí í fyrra.

Matarvefurinn hefur til að mynda skrifað um það frétt að Harry sé steinhættur í áfengi þar til Meghan elur þeirra fyrsta barn í vor. Nú segir konunglegi ævisagnaritarinn Andrew Morton að Meghan hafi byrjað að hafa puttana í mataræði prinsins fyrir mörgum árum, strax og þau byrjuðu að stinga saman nefjum.

„Hún elskar að elda, að prófa nýjan mat og að prufa sig áfram með fersk hráefni,“ segir Andrew í samtali við Express og bætir við að hún hafi gjörbreytt því sem til er í ísskáp prinsins.

„Meghan fer aldrei að heiman nema hún eigi hummus, gulrætur, grænan safa, möndlur og chia-búðing í ísskápnum,“ segir Andrew.

Þá hefur Meghan einnig hjálpað Harry að skipta út óhollum drykkjum fyrir vatn og fengið hann með sér í jóga.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Matur
20.12.2023

Grillaður hunangshjúpaður hestshaus með sinnepsfræjum, villihvítlauk og blóðbergi

Grillaður hunangshjúpaður hestshaus með sinnepsfræjum, villihvítlauk og blóðbergi
Matur
07.12.2023

Hátíðarbakkinn

Hátíðarbakkinn
Matur
04.11.2023

Djúsí beikonborgari með mozzarella fyllingu

Djúsí beikonborgari með mozzarella fyllingu
Matur
03.11.2023

Kjúklingalasagna sem allir elska

Kjúklingalasagna sem allir elska
Matur
20.10.2023

Salat með byggi, sætum kartöflum, graskersfræjum og hvítlauk

Salat með byggi, sætum kartöflum, graskersfræjum og hvítlauk
Matur
19.10.2023

Bragðmikil sveppasúpa

Bragðmikil sveppasúpa