fbpx
Laugardagur 27.apríl 2024
Matur

Fannst óþægilegt að borða hesta sem hann var búinn að fara á bak á: „Mér fannst það æði kuldalegt“

Lilja Katrín Gunnarsdóttir
Fimmtudaginn 15. nóvember 2018 07:40

Birkir tók viðtal við mann sem rifjaði upp gamla tíma.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Myndbandaröð þeirra Birkis Steins Erlingssonar og Ragnars Freys af Kjötsúpudeginum hefur vakið talsverða athygli. Í myndböndunum tekur Birkir viðtöl við gesti og gangandi á deginum og spyr út í vegan lífsstíl. Birkir og Ragnar eru báðir grænkerar og meðlimir í samtökunum Anonymous for the Voiceless. Samtökin standa reglulega fyrir viðburðinum Cube of Truth þar sem hópur fólks safnast saman á tilteknum stað, grímuklætt og vekur athygli á slæmri meðferð á dýrum.

Sjá einnig: Birkir tók viðtal við bónda – „Við borðum náttúrulega ekki menn“: „Þetta var kannski smá óþægilegt“

Í nýju myndbandi frá félögunum sést Birkir taka viðtal við einlægan mann um veganisma og neyslu dýraafurða. Fyrst kannast maðurinn ekkert við veganisma en kveikir síðan á perunni. Hann er ekki sammála Birki um að fólk eigi að hætta að borða kjöt.

„Nei, við eigum að borða dýraafurðir eins og við höfum gert bara…landsmenn okkar sem hafa gert þetta undanfarið,“ segir maðurinn og furðar sig á því sem ungt fólk leggur sér til munns.

„Þetta unga fólk vill bara fá einhver svona duft í vatni. og kalla þetta mat. Hvað er þetta kallað?“ segir maðurinn og vísar í alls kyns hristinga og slíkt sem er vinsælt í dag.

„Það er enginn matur.“

Sá eftir hrossunum

Þá telur maðurinn enga orku fengna úr því að borða bara grænmeti og ávexti en rifjar svo upp tíma sinn í sveit þegar hann borðaði hrossakjöt. Hann segist hafa tengst hestunum á bænum tryggum böndum.

Sjá einnig: Birkir tekur viðtal við mótorhjólamenn: „Við þurfum kjöt, ekki bara einhverjar Sóleyjar og eitthvað“

„Já, maður tengdist þeim alveg voðalega. Maður sá eftir…hestar sem maður var búinn að fara á bak að maður var að borða þá,” segir hann og bætir við. „Það var allt nýtt. Mér fannst það æði kuldalegt.“

https://www.facebook.com/birkir.erlingsson/videos/10161116090665204/UzpfSTgyNjgyNTIwMzpWSzoyMzQ2OTk0MjAyMjAxMDk5/

Svo rifjar hann einnig upp þegar hann sveið kindahausa í svið.

„Svo var maður alltaf að svíða hausa og maður horfði alltaf í augun á…ohhh…það fór í mig sko. Þá horfði maður í augun á þeim þegar maður var að klippa og svíða.“

Fleiri myndbönd eru væntanleg frá Birki og Ragnari en hægt er að nálgast fleiri verk eftir félagana á YouTube-rásinni Vegan Iceland.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Matur
20.12.2023

Grillaður hunangshjúpaður hestshaus með sinnepsfræjum, villihvítlauk og blóðbergi

Grillaður hunangshjúpaður hestshaus með sinnepsfræjum, villihvítlauk og blóðbergi
Matur
07.12.2023

Hátíðarbakkinn

Hátíðarbakkinn
Matur
04.11.2023

Djúsí beikonborgari með mozzarella fyllingu

Djúsí beikonborgari með mozzarella fyllingu
Matur
03.11.2023

Kjúklingalasagna sem allir elska

Kjúklingalasagna sem allir elska
Matur
20.10.2023

Salat með byggi, sætum kartöflum, graskersfræjum og hvítlauk

Salat með byggi, sætum kartöflum, graskersfræjum og hvítlauk
Matur
19.10.2023

Bragðmikil sveppasúpa

Bragðmikil sveppasúpa