fbpx
Miðvikudagur 08.maí 2024
Fókus

Lítt þekkt ættartengsl: Forsetaframbjóðandinn og áhrifavaldurinn

Fókus
Laugardaginn 27. apríl 2024 10:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Óhætt er að fullyrða að maður gærdagsins hafi verið Viktor Traustson, 35 ára gamall hagfræðingur, sem mætti eins og þruma úr heiðskíru lofti í Hörpu að morgni dags og tilkynnti landkjörstjórn að hann hefði safnað nægilegum fjölda meðmælenda til að bjóða sig fram sem forseta íslenska lýðveldisins.

Viktor hafði ekkert auglýst og verið lítt áberandi á samfélagsmiðlum en hann græjaði hlutina á gamla mátann, hitti á fólk á förnum vegi og bað það um að veita sér brautargengi.

Viktor Traustason

Frambjóðandinn ungi, sem er ný orðinn 35 ára sem er skilyrði fyrir framboði, var þó raunsær í samtali við DV og sagði það vel geta farið svo að meðmælendurnir yrðu ekki nógu margir. Hann hefði til að mynda safnað akkúrat fjöldanum sem til þurfti í Norðlendingafjórðungi og ef ein undirskrift er þar ógild þar þá þýðir það að Viktor uppfyllir ekki kröfurnar.

Hvað sem verður er ljóst að Viktor kom sér og stefnumálum sínum sannarlega á kortið með óvæntum hætti.

Þannig vill til að systir Viktors er einn þekktasti áhrifavaldur landsins, það er engin önnur en dansarinn Ástrós Traustadóttir sem er meðlimur í þekktasta vinkonuhóp landsins, LXS ásamt Birgittu Líf Björnsdóttur og Sunnevu Einarsdóttur, svo einhverjar séu nefndar.

Ástrós Traustadóttir

Viktor virðist ekki hafa nýtt sér tengslanet systur sinnar við að safna undirskriftum þannig að hann á nóg inni í kosningarbaráttuni ef til hennar kemur.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Best klæddu stjörnurnar á Met Gala 2024

Best klæddu stjörnurnar á Met Gala 2024
Fókus
Fyrir 2 dögum

Ragnhildur segir þetta vera stórkostlega ofmetið fyrir fitutap – Gerðu þetta í staðinn

Ragnhildur segir þetta vera stórkostlega ofmetið fyrir fitutap – Gerðu þetta í staðinn
Fókus
Fyrir 2 dögum

Einar Ágúst þurfti að endurskoða líf sitt eftir að hafa greinst með alvarleg veikindi í fyrra

Einar Ágúst þurfti að endurskoða líf sitt eftir að hafa greinst með alvarleg veikindi í fyrra
Fókus
Fyrir 2 dögum

„Ég hugsaði um að draga mig út þegar stríðið á Gaza braust út en á sama tíma vildi ég taka pláss og nota röddina mína“

„Ég hugsaði um að draga mig út þegar stríðið á Gaza braust út en á sama tíma vildi ég taka pláss og nota röddina mína“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Alexandra Helga og Gylfi eiga von á öðru barni

Alexandra Helga og Gylfi eiga von á öðru barni
Fókus
Fyrir 3 dögum

Svona líta svíturnar í skemmtiferðaskipunum út – Skópússun og einkabrytar

Svona líta svíturnar í skemmtiferðaskipunum út – Skópússun og einkabrytar
Fókus
Fyrir 5 dögum

Sjónvarpssería um ævintýralegan feril Jósafats Arngrímssonar

Sjónvarpssería um ævintýralegan feril Jósafats Arngrímssonar
Fókus
Fyrir 5 dögum

Katrín og Vilhjálmur að „ganga í gegnum helvíti“

Katrín og Vilhjálmur að „ganga í gegnum helvíti“