fbpx
Laugardagur 27.apríl 2024
Matur

Birkir tekur viðtal við mótorhjólamenn: „Við þurfum kjöt, ekki bara einhverjar Sóleyjar og eitthvað“

Lilja Katrín Gunnarsdóttir
Miðvikudaginn 7. nóvember 2018 17:00

Birkir ræðir við mótorhjólamenn, einn sem er með ofnæmi fyrir káli.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Grænkerinn Birkir Steinn Erlingsson hefur sett í loftið nýtt myndband sem hann vann með vini sínum Ragnari Frey. Í myndbandinu sést Birkir ræða við nokkra mótorhjólamenn um meðferð á dýrum og neyslu manna á dýraaðfurðum.

Sjá einnig: Birkir tók viðtal við bónda – „Við borðum náttúrulega ekki menn“: „Þetta var kannski smá óþægilegt“

„Ég þarf að fá mitt kjöt,“ segir einn þegar að Birkir byrjar vangaveltur um neyslu manna á kjöti. „Já, við þurfum kjöt, ekki bara einhverjar Sóleyjar eða eitthvað. Eitthvað drasl sko,“ bætir annar við.

Allir viðmælendur Birkis eru þó sammála um að veganismi eigi rétt á sér á sinn hátt.

„Þetta er bara þeirra hugmynd í hausnum og það er bara fínt,“ segir einn.

Viðmælendur Birkis eru hins vegar ekki sannfærðir um að veganismi sé framtíðin og telja það myndu hafa ógnvænlegar afleiðingar ef mannfólkið myndi hætta að borða kjöt.

„Ef að allir hætta að borða kjöt þá verður bara fækkun í öllu. Það verða bara örfá hross til sports og engar kindur. Það verður bara þannig. Það þýðir að milljónum dýra verður slátrað,“ segir einn og annar bætir við:

„Ef þetta er það sem vegan fólkið vill þá verði því að góðu.“

„Við viljum ekki þurrka úr alla bændur. Það er bara fáránlegt,“ segir einn viðmælandi Birkis og hinir eru sammála því að bændur verði að vera til.

Birkir og Ragnar eru báðir meðlimir í samtökunum Anonymous for the Voiceless sem standa reglulega fyrir viðburðinum Cube of Truth þar sem hópur fólks safnast saman á tilteknum stað, grímuklætt og vekur athygli á slæmri meðferð á dýrum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Matur
20.12.2023

Grillaður hunangshjúpaður hestshaus með sinnepsfræjum, villihvítlauk og blóðbergi

Grillaður hunangshjúpaður hestshaus með sinnepsfræjum, villihvítlauk og blóðbergi
Matur
07.12.2023

Hátíðarbakkinn

Hátíðarbakkinn
Matur
04.11.2023

Djúsí beikonborgari með mozzarella fyllingu

Djúsí beikonborgari með mozzarella fyllingu
Matur
03.11.2023

Kjúklingalasagna sem allir elska

Kjúklingalasagna sem allir elska
Matur
20.10.2023

Salat með byggi, sætum kartöflum, graskersfræjum og hvítlauk

Salat með byggi, sætum kartöflum, graskersfræjum og hvítlauk
Matur
19.10.2023

Bragðmikil sveppasúpa

Bragðmikil sveppasúpa