fbpx
Sunnudagur 28.apríl 2024
Matur

Birkir tók viðtal við bónda – „Við borðum náttúrulega ekki menn“: „Þetta var kannski smá óþægilegt“

Lilja Katrín Gunnarsdóttir
Miðvikudaginn 31. október 2018 12:00

Birkir tók viðtal við sauðfjárbónda til 25 ára.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Markmiðið er að fá fólk til þess að hugsa um hvernig við förum með önnur dýr. Það er mikilvæg siðferðisleg spurning sem þarft er að rökræða til að fólk geti myndað sér skoðun,“ segir Birkir Steinn Erlingsson, grænkeri. Hann birti myndband á Facebook í vikunni, viðtal hans við sauðfjárbónda á Kjötsúpudeginum. Í myndbandinu, sem Birkir vann ásamt vini sínum Ragnari Frey, veltir Birkir upp siðferðislegum spurningum er varðar neyslu manna á dýrum.

„Við vildum kanna viðhorf fólks til veganisma á Kjötsúpudeginum,“ segir Birkir, en í myndbandinu spyr hann bóndann til að mynda hver munurinn sé á mönnum og dýrum eins og lömbum sem réttlætir það að við drepum lömbin.

„Það er mjög mikill munur á mönnum og dýrum, sko,“ segir þá bóndinn og Birkir spyr á nýjan leik hvaða eiginleiki það sé sem geri það í lagi að taka líf lambanna.

Birkir hefur verið vegan síðan árið 2011.

„Við borðum náttúrulega ekki menn, sko,“ svara þá bóndinn.

„Er einhver munur samt, eins og ef ég myndi hugsa þetta þá eigum við sameiginlegt með dýrum að vilja lifa og finna fyrir ást og umhyggju og alls konar svoleiðis. Og eigum fjölskyldu og allt það. En ég hef ekki fundið einhvern svona einn eiginleika sem að réttlætir að fara með þau eins og vöru,“ segir Birkir. Þá hlær bóndinn og segir:

„Þetta er frekar kjánalegt, sko.“

„Ég meina, lömbin vita ekkert hvað er að fara að gerast“

Í viðtalinu halda þessar vangaveltur áfram og segir bóndinn ekkert samasem merki á milli þess að fara illa með dýr og borða lambakjöt.

„En þegar við drepum þau, er það samt ekki að fara illa með einhvern þegar við sendum þau í sláturhús,“ spyr Birkir þá.

„Ég meina, þau finna ekkert fyrir því sko,“ segir bóndinn og bætir við síðar. „Ég meina, lömbin vita ekkert hvað er að fara að gerast.“

Birkir og bóndinn ræddu á friðsamlegum nótum um siðferðislegar spurningar er varðar neyslu og meðferð manna á dýrum.

Birkir veltir svo fyrir sér hvernig málum yrði háttað ef menn væru sendir í sláturhús og líkir því við meðferð nasista á gyðingum. Bóndinn segir ekki sama tilfinninga- og fjölskyldulíf hjá dýrum og mönnum og telur dýr ekki hafa jafn miklar tilfinningar og menn.

„Myndirðu segja að þau hafi getu til þess að þjást?“ spyr Birkir og bóndinn svarar um hæl.

„Tilfinningalega? Já, já. Það er engin skepna til á jörðinni sem getur ekki fundið fyrir sársauka. Það er alveg klárt.“

Þá spyr Birkir af hverju mannfólk kjósi að valda þjáningu í staðinn fyrir að borða annan mat sem er í boði, eins og vegan mat.

„En ég meina, heldurðu að það sé tilfinningalaus matur? Þú drepur það líka, sko,“ segir þá bóndinn. „Lambið þjáist ekki heldur þegar þú ferð með það í sláturhús,“ bætir hann við.

„En það vill samt lifa, myndirðu segja það?“ spyr Birkir.

„Það vilja allir lifa. Grænmeti vill það kannski líka,“ segir bóndinn.

„Ég tel að önnur dýr eigi að eiga sinn rétt til lífs alveg eins og við“

Birkir segir í samtali við matarvefinn að þessi skoðun bóndans hafi komið sér á óvart.

„Þetta var kannski smá óþægilegt. Alltaf þegar ég tala við fólk sem borðar dýr um siðferði okkar gagnvart dýrum þá er stutt í að þeim finnist ég vera að dæma sig og það fer sjálfkrafa í vörn. Það sem kom mér mest á óvart í þessu viðtali var hversu fast viðmælandi hélt um þá hugmynd að tómatar væru tilfinningaverur eins og lömb.“

Birkir og Ragnar eru báðir meðlimir í samtökunum Anonymous for the Voiceless sem standa reglulega fyrir viðburðinum Cube of Truth þar sem hópur fólks safnast saman á tilteknum stað, grímuklætt og vekur athygli á slæmri meðferð á dýrum. Það má því segja að Birkir brenni fyrir málefnið. Var erfitt fyrir hann að halda ró sinni í fyrrnefndu viðtali?

„Nei, en ég reyni ætíð eftir bestu getu að hafa þessi samtöl á vinalegum nótum því allir hafa rétt á sínum skoðunum, þó að ég sé stundum ósammála þeim,“ segir Birkir. Hann hefur verið vegan síðan árið 2011 og sér ekki eftir þeirri ákvörðun.

„Ég tel að önnur dýr eigi að eiga sinn rétt til lífs alveg eins og við. Ég horfði á kvikmyndina Earthlings og sá þar hversu skelfilega við förum með dýr í öllum iðnaði. Einnig lærði ég að við þurfum ekki að borða dýr eða dýraafurðir til þess að vera heilbrigð og þá var spurningin einföld. Af hverju í ósköpunum ættum við að taka líf saklausra einstaklinga sem geta þjáðst og vilja lifa þegar að við höfum annað val? Það er svo bónus að vegan lífsstíll er mikið betri fyrir umhverfið og heilsuna samkvæmt helstu sérfræðingum heims sem ber að taka mark á núna.“

En eru fleiri myndbönd og viðtöl væntanleg frá þeim Birki og Ragnari?

„Já, það munu koma fleiri myndbönd reglulega á Facebook til að vekja fólk til umhugsunar. Svo er einnig hægt að sjá fleiri myndbönd á YouTube-stöðinni Vegan Iceland.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Enn einn Snapchat-perrinn
Matur
20.12.2023

Grillaður hunangshjúpaður hestshaus með sinnepsfræjum, villihvítlauk og blóðbergi

Grillaður hunangshjúpaður hestshaus með sinnepsfræjum, villihvítlauk og blóðbergi
Matur
07.12.2023

Hátíðarbakkinn

Hátíðarbakkinn
Matur
04.11.2023

Djúsí beikonborgari með mozzarella fyllingu

Djúsí beikonborgari með mozzarella fyllingu
Matur
03.11.2023

Kjúklingalasagna sem allir elska

Kjúklingalasagna sem allir elska
Matur
20.10.2023

Salat með byggi, sætum kartöflum, graskersfræjum og hvítlauk

Salat með byggi, sætum kartöflum, graskersfræjum og hvítlauk
Matur
19.10.2023

Bragðmikil sveppasúpa

Bragðmikil sveppasúpa