Eigendur Tottenham hafa hafnað svakalegu tilboði í félagið, var þetta stærsta tilboð sem lagt hefur verið fram í enskt félag.
Tilboðið kom frá fjárfestingasjóði í Bandaríkjunum. Hópurinn er leiddur af Brooklyn Earick sem er fjárfestir og fyrrum plötusnúður. Buðu aðilarnir 4,5 milljarð punda.
Tottenham hefur verið orðað við nokrka aðila sem hafa áhuga á að kaupa félagið.
Salan á Chelsea árið 2022 er sú stærsta í dag en kaupverðið var ögn minna en boðið var í Tottenham.
Svo virðist sem sagan um að Tottenham verði selt fari ekki þrátt fyrir að eigendurnir hafi ítrekað hafnað tilboðum síðustu vikur.