Rio Ngumoha ungstirni Liverpool skrifaði undir samning við félagið í gær til ársins 2028. Hann fær 360 prósenta launahækkun.
Ngumoha var á skólasamningi þar sem mest má þéna 14,400 pund á ári en hann fær nú 52 þúsund pund á ári í föst laun. Hann mátti ekki hækka í launum fyrr en hann yrði 17 ára.
Hann er hins vegar með mikla bónusa og fær vel greitt ef hann kemur við sögu hjá aðalliði félagsins.
Ekki má borga hærri laun til 17 ára leikmanns á fyrsta samningi sem atvinnumaður, Ngumoha fær því hæstu mögulegu laun.
Ngumoha ólst upp hjá Chelsea en hann hefur slegið í gegn á þessu tímabili og skoraði meðal ananrs sigurmark gegn Newcastle á dögunum.