fbpx
Laugardagur 13.desember 2025
433Sport

Kalla eftir breytingum á reglum eftir að andlátið var staðfest í gærkvöldi

Hörður Snævar Jónsson
Föstudaginn 26. september 2025 10:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Stuðningsmenn knattspyrnu víðsvegar hafa hafið undirskriftasöfnun þar sem krafist er þess að múr og steyptir veggir verði bannaðir við hlið knattspyrnuvalla, eftir að leikmaður lést af völdum alvarlegra meiðsla í leik í ensku neðrideildinni.

Billy Vigar, 21 árs gamall og fyrrum leikmaður í unglingaliði Arsenal, lést á fimmtudag eftir að hafa hlotið alvarlegan heilaskaða í leik með Chichester City síðastliðinn laugardag. Vigar var svæfður og fór í aðgerð, en læknar gátu ekki bjargað lífi hans.

Atvikið átti sér stað í útileik gegn Wingate & Finchley í Barnet í London. Völlur félagsins er þekktur fyrir að hafa múrvegg mjög nálægt hliðarlínu vallarins, og talið er að Vigar hafi rekist harkalega á vegginn eftir að hafa reynt að halda boltanum inn á vellinum.

Aðeins mánuði áður hafði hluti af veggur á vellinum hrunið bak við annað markið, og þá gagnrýndi formaður félagsins, Aron Sharpe, stuðningsmenn Dulwich Hamlet harðlega vegna hegðunar þeirra. Nú benda margir á að hægt hefði verið að koma í veg fyrir dauðsfall Vigar.

Innan nokkurra klukkustunda frá því að Chichester City staðfesti andlát Vigars á samfélagsmiðlum á fimmtudagskvöld, höfðu yfir 1.000 manns skrifað undir undirskriftasöfnun á Change.org sem kallar eftir nýrri reglugerð, „Vigar’s Law“, sem myndi banna múrveggi og aðra harða, óhreyfanlega hluti í kringum knattspyrnuvelli.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Kemur Gyokeres til varnar
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Salah snýr aftur

Salah snýr aftur
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Hvetur Salah til að ræða við Messi um lífið og tilveruna í Bandaríkjunum

Hvetur Salah til að ræða við Messi um lífið og tilveruna í Bandaríkjunum
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Mikil reiði í garð FIFA vegna miðaverðs á HM – Kalla eftir breytingu

Mikil reiði í garð FIFA vegna miðaverðs á HM – Kalla eftir breytingu
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Telur að Salah hafi spilað sinn síðasta leik fyrir Liverpool

Telur að Salah hafi spilað sinn síðasta leik fyrir Liverpool
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Axel Óskar tekur slaginn áfram með Aftureldingu í Lengjudeildinni

Axel Óskar tekur slaginn áfram með Aftureldingu í Lengjudeildinni
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Guardiola fjarverandi í dag vegna persónulegra vandamála

Guardiola fjarverandi í dag vegna persónulegra vandamála
433Sport
Í gær

Albert fer yfir daginn þar sem alþjóð frétti af því að hann væri sakaður um nauðgun – „Ég vissi hvað gerðist þetta kvöld“

Albert fer yfir daginn þar sem alþjóð frétti af því að hann væri sakaður um nauðgun – „Ég vissi hvað gerðist þetta kvöld“
433Sport
Í gær

Vilja fá vöðvabúntið aftur heim

Vilja fá vöðvabúntið aftur heim