fbpx
Föstudagur 26.september 2025
433Sport

Eigendur Liverpool nálgast kaup á stóru félagi á Spáni

Hörður Snævar Jónsson
Föstudaginn 26. september 2025 12:00

John W Henry eigandi Liverpool.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Eigendur Liverpool, Fenway Sports Group (FSG), eru komnir langt í viðræðum um kaup á sínu öðru knattspyrnuliði.

FSG, sem stýrt hefur Liverpool frá árinu 2010 undir forystu John W. Henry, á einnig Boston Red Sox í hafnabolta og Pittsburgh Penguins í íshokkí.

Samkvæmt heimildum Daily Mail er hópurinn nú í lokaviðræðum við spænska La Liga félagið Getafe.

FSG hefur undanfarið unnið markvisst að því að finna félag í Evrópu til kaupa og fengu til liðs við sig Michael Edwards, Julian Ward og Pedro Marques til að leiða þá vinnu.

Franskt lið eins og Toulouse og spænska félagið Malaga voru skoðuð ítarlega ásamt um 20 öðrum klúbbum, en nú virðist sem Getafe, sem er staðsett í Madríd, sé líklegasti kosturinn.

Samkvæmt spænskum miðlum kom Real Madrid að málinu og auðveldaði tenginguna milli FSG og Getafe. Í kjölfarið heimsótti sendinefnd FSG félagið í byrjun ágúst til að kynna sér starfsemi þess nánar  og virðist nú samkomulag nálgast.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Heimskan gæti kostað hann 80 milljónir

Heimskan gæti kostað hann 80 milljónir
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Varð brjálaður í skapinu og kastaði skóm í átt að Mourinho

Varð brjálaður í skapinu og kastaði skóm í átt að Mourinho
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Sævar Atli skoraði í tapi gegn Hákoni – Sverrir Ingi byrjaði í frábærum sigri

Sævar Atli skoraði í tapi gegn Hákoni – Sverrir Ingi byrjaði í frábærum sigri
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Ræddu alvarlega stöðu í Vesturbæ – „Aðrir þyrftu að skammast sín“

Ræddu alvarlega stöðu í Vesturbæ – „Aðrir þyrftu að skammast sín“
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Íslensk unglingalandslið í eldlínunni næstu daga

Íslensk unglingalandslið í eldlínunni næstu daga
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Segir Kane að hann sé meira en velkominn

Segir Kane að hann sé meira en velkominn
433Sport
Í gær

Trump mun beita sér gegn útilokun Ísrael frá þátttöku

Trump mun beita sér gegn útilokun Ísrael frá þátttöku
433Sport
Í gær

Svona ætlar United sér að fjármagna kaupin á Baleba

Svona ætlar United sér að fjármagna kaupin á Baleba