Fyrirtækið hefur þróað kerfi sem hermir eftir sérfræðingahópi lækna við að „greina flókin tilfelli“.
Microsoft segir að þegar kerfið var parað við hið þróaða o3 gervigreindarlíkan OpenAi, hafi það „leyst“ rúmlega átta af þeim tíu verkefnum sem voru lögð fyrir það. Þessi verkefni höfðu verið sérvalin. Þegar sömu verkefni voru lögð fyrir starfandi lækna, sem nutu engrar aðstoðar frá öðrum læknum og höfðu ekki aðgang að bókum eða gervigreind, þá leystu þeir tvö af hverjum tíu verkefnum.
Microsoft segir að kerfið sé einnig ódýrara en að nota lækna því það sé miklu skilvirkara þegar komi að því að panta rannsóknir.
Þrátt fyrir að þetta geti hugsanlega sparað mikla fjármuni, þá gerir Microsoft lítið úr áhrifum kerfisins á störf lækna og segir að það muni frekar verða viðbót við tækjakost lækna.