fbpx
Föstudagur 04.júlí 2025
Pressan

Microsoft segir að gervigreind sé betri en læknar við að greina flókinn heilsufarsvanda

Pressan
Fimmtudaginn 3. júlí 2025 18:30

Gervigreindin stóð sig betur en læknarnri. Mynd:Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Microsoft hefur lyft hjúpnum af gervigreindarforriti sem er betra en læknar við að greina flókin heilsufarsvanda. Segir fyrirtækið að þetta opni „leiðina að ofurgreind í læknisfræði“.

Fyrirtækið hefur þróað kerfi sem hermir eftir sérfræðingahópi lækna við að „greina flókin tilfelli“.

Microsoft segir að þegar kerfið var parað við hið þróaða o3 gervigreindarlíkan OpenAi, hafi það „leyst“ rúmlega átta af þeim tíu verkefnum sem voru lögð fyrir það. Þessi verkefni höfðu verið sérvalin.  Þegar sömu verkefni voru lögð fyrir starfandi lækna, sem nutu engrar aðstoðar frá öðrum læknum og höfðu ekki aðgang að bókum eða gervigreind, þá leystu þeir tvö af hverjum tíu verkefnum.

Microsoft segir að kerfið sé einnig ódýrara en að nota lækna því það sé miklu skilvirkara þegar komi að því að panta rannsóknir.

Þrátt fyrir að þetta geti hugsanlega sparað mikla fjármuni, þá gerir Microsoft lítið úr áhrifum kerfisins á störf lækna og segir að það muni frekar verða viðbót við tækjakost lækna.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Sýknaður af ákæru um njósnir rúmri hálfri öld eftir að hann var tekinn af lífi

Sýknaður af ákæru um njósnir rúmri hálfri öld eftir að hann var tekinn af lífi
Pressan
Fyrir 2 dögum

Svona tryggir þú að taskan þín komi alltaf fyrst á farangursfæribandið

Svona tryggir þú að taskan þín komi alltaf fyrst á farangursfæribandið
Pressan
Fyrir 2 dögum

Vopnahléi Musk og Trump er heldur betur lokið og auðkýfingurinn hótar öllu illu

Vopnahléi Musk og Trump er heldur betur lokið og auðkýfingurinn hótar öllu illu
Pressan
Fyrir 3 dögum

Milljarðaverðmæti í gulli eru geymd undir New York – Nú þurfa eigendurnir kannski að flytja það heim

Milljarðaverðmæti í gulli eru geymd undir New York – Nú þurfa eigendurnir kannski að flytja það heim
Pressan
Fyrir 4 dögum

„Pabbi minn gerði þetta og hann gerði það viljandi,“ var það seinasta sem 12 ára drengurinn sagði áður en hann lést

„Pabbi minn gerði þetta og hann gerði það viljandi,“ var það seinasta sem 12 ára drengurinn sagði áður en hann lést
Pressan
Fyrir 4 dögum

Borðaðu spergilkál og hreinsaðu heilann

Borðaðu spergilkál og hreinsaðu heilann
Pressan
Fyrir 4 dögum

Það er kominn tími til að eyða Chrome úr tölvunni

Það er kominn tími til að eyða Chrome úr tölvunni
Pressan
Fyrir 5 dögum

Hvort er betra að ganga eða hlaupa í rigningu til að verða ekki eins blautur?

Hvort er betra að ganga eða hlaupa í rigningu til að verða ekki eins blautur?