fbpx
Fimmtudagur 03.júlí 2025
Pressan

Svona tryggir þú að taskan þín komi alltaf fyrst á farangursfæribandið

Pressan
Miðvikudaginn 2. júlí 2025 03:16

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Eftir langa flugferð er það síðasta sem maður vill, að standa og glápa á farangursfæribandið í von um að taskan fari nú að birtast. Tíminn sniglast áfram og manni finnst að allir aðrir séu búnir að fá töskuna sína áður en taskan manns birtist.

En það eru til ráð til að gera hlutföllin í þessu „töskuhappdrætti“ mun hagstæðari fyrir mann sjálfan. Og það þarf ekki að borga mútur, beita töfrum eða kvarta við þjónustuborðið.

Fjallað var um þetta á ferðasíðunni Club Alliance. Þar segir að þrjár aðferðir séu bestar þegar kemur að því að tryggja að maður fái töskuna sína á undan nánast öllum öðrum farþegum.

Ferðastu eins og MMM (Mjög mikilvæg manneskja) – Mörg flugfélög bjóða „forgangsfarangur“ fyrir þá vildarviðskiptavini sem eru á toppnum í vildarvinakerfum þeirra. Þetta þýðir að taskan þín fær merki um að það eigi að meðhöndla hana á sérstakan hátt og því kemur hún mjög snemma á færibandið. Ef þú flýgur á fyrsta farrými, þá er hröð töskuafgreiðsla nánast réttur þinn. Í sumum tilfellum geta nokkrar flugferðir eða það að tengja kreditkort við vildarreikninginn veitt þér aðgang að þessu kerfi.

Afhentu töskuna við landganginn – Ef þú ert með litla tösku og þér er boðið að skrá hana sem farangur þegar þú kemur að landganginum, þá skaltu taka boðinu. Í minni flugvélum er þessar töskur yfirleitt settar aftast í farangursrýminu og sá endi er venjulega tæmdur fyrst.

Vertu meðal þeirra síðustu í röðinni – Þeim mun seinna, sem þú tékkar þig inn í flugið, þeim mun meiri líkur eru á að taskan þín lendi aftast í farangursrými vélarinnar. Það þýðir auðvitað að hún er meðal þeirra fyrstu sem verður tekin út. Það er þó ekki hægt að ganga að þessu alveg vísu, sérstaklega ekki ef margir farþeganna eru tíðir farþegar hjá flugfélaginu. Þá njóta þeir góðs af því að ferðast eins og MMM.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Vopnahléi Musk og Trump er heldur betur lokið og auðkýfingurinn hótar öllu illu

Vopnahléi Musk og Trump er heldur betur lokið og auðkýfingurinn hótar öllu illu
Pressan
Fyrir 2 dögum

Milljarðaverðmæti í gulli eru geymd undir New York – Nú þurfa eigendurnir kannski að flytja það heim

Milljarðaverðmæti í gulli eru geymd undir New York – Nú þurfa eigendurnir kannski að flytja það heim
Pressan
Fyrir 4 dögum

Það er kominn tími til að eyða Chrome úr tölvunni

Það er kominn tími til að eyða Chrome úr tölvunni
Pressan
Fyrir 4 dögum

Hvort er betra að ganga eða hlaupa í rigningu til að verða ekki eins blautur?

Hvort er betra að ganga eða hlaupa í rigningu til að verða ekki eins blautur?
Pressan
Fyrir 4 dögum

Fundu 1.800 ára gömul grafhýsi full af fjársjóðum

Fundu 1.800 ára gömul grafhýsi full af fjársjóðum
Pressan
Fyrir 4 dögum

Settu tennisbolta í þvottavélina – Ástæðan er algjör snilld

Settu tennisbolta í þvottavélina – Ástæðan er algjör snilld