Hjónin hafa höfðað mál á hendur Airbnb. Talsmaður Airbnb staðfesti í samtali við The Independent að fyrirtækið hafi rift samningi við gestgjafann.
Konan skoðaði minniskortið í einni af myndavélunum til að sjá hvort eitthvað væri á því frá þeim tíma þegar myndavélin var sett upp.
„Henni til óstjórnlegs hryllings, fann hún upptöku af öðrum gestgjafanum í hjónaherberginu þar sem hann var að setja myndavélina upp og stilla linsu hennar og með aðra myndavél í annarri höndinni . . . og síðan staðfesta beint streymi í farsímann hans á meðan hann stillti sjónarhorn myndavélarinnar,“ segir meðal annars í kæru hjónanna.