Stjarnan og Víkingur gerðu 2-2 jafntefli í Bestu deild karla í gær en ljóst er að Víkingar naga sér í hendurnar yfir því að hafa ekki unnið.
Ef miðað er við tölfræðina átti Víkingur að rúlla yfir Stjörnuna en yfirburðir liðsins í fyrri hálfleik voru ótrúlegir.
XG er tölfræði sem reiknar út færin og hvað það ætti að skila í mörkum, Víkingur var með. 6,11 í XG í gær en Stjarnan með 1,34.
Þannig hefði Víkingur miðað við færin átti að skora haug af mörkum í gær en svona hátt XG er mjög sjaldséð.
Víkingar tókst ekki að nýta sér þetta en liðið átti 22 skot að marki Stjörnunnar en heimamenn áttu 10 skot að marki Víkings.