fbpx
Föstudagur 17.október 2025
433Sport

Segir frá fjandsamlegum móttökum þegar hann ætlaði að ræða við Ten Hag – Skellti hurðinni á hann

Hörður Snævar Jónsson
Föstudaginn 17. október 2025 13:00

Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Fyrrverandi markvörður Manchester United, Nathan Bishop, hefur lýst því hvernig hann fékk hörð og stutt svör frá Erik ten Hag þegar hann reyndi að ræða nýjan samning hjá félaginu.

Bishop, sem kom til United frá Southend United árið 2020, lék aldrei leik með aðalliði félagsins og fór til Sunderland árið 2023. Nú er hann markvörður hjá AFC Wimbledon.

Í viðtali við Beyond The Box hlaðvarp The One Glove rifjaði Bishop upp augnablikið þegar hann safnaði kjarki til að banka á skrifstofuhurð Ten Hag.

„Ég var búinn að undirbúa þetta í hausnum lengi. Ég vildi tala við hann um samninginn sem hafði verið í boði. Ég vildi fara og upplifa eitthvað nýtt, ekki endilega skrifa undir,“ sagði hann.

„En ég hélt að ég ætti ekki rétt á því að banka á hurðina hans. Ég hugsaði: ‘Þú ert ekki að spila, þú ert bara æfingamarkmaður, haltu kjafti, skrifaðu undir samninginn og farðu.’ Þetta var það sem ég trúði.“

Þegar hann loksins safnaði kjarki til að banka, var svarið stutt og skorinort. „Ég banka á stóru hurðina hans, hann opnar og segir: ‘Ekki í dag,’ og skellir svo hurðinni. Ég stóð bara þarna og hugsaði: ‘Hvað í fjandanum geri ég núna?’“

Ten Hag tók við Manchester United árið 2022, og ári síðar var samningur Bishops framlengdur um eitt ár áður en hann yfirgaf félagið.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Gagnrýna Arnar Gunnlaugs og segja hann í mótsögn við sjálfan sig – „Þá má ekki gagnrýna“

Gagnrýna Arnar Gunnlaugs og segja hann í mótsögn við sjálfan sig – „Þá má ekki gagnrýna“
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Tilbúnir að klófesta framherja United strax í janúar

Tilbúnir að klófesta framherja United strax í janúar
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Þetta er versta augnablikið á ferli Harry Kane

Þetta er versta augnablikið á ferli Harry Kane
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Sendi dóttur sinni afmæliskveðju og eftir það rignir yfir hann tilboðum – „Ég er enn einhleypur, ef þú þarft tengdason“

Sendi dóttur sinni afmæliskveðju og eftir það rignir yfir hann tilboðum – „Ég er enn einhleypur, ef þú þarft tengdason“
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Vill ekki ala upp börnin sín á Englandi lengur – Segist ekki getað verið með úr eða síma á lofti í London

Vill ekki ala upp börnin sín á Englandi lengur – Segist ekki getað verið með úr eða síma á lofti í London
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Ósáttur með sína stöðu í Þýskalandi – Snýr hugsanlega aftur til Ítalíu

Ósáttur með sína stöðu í Þýskalandi – Snýr hugsanlega aftur til Ítalíu
433Sport
Í gær

Framlengja stóran og mikilvægan samning – „Tryggjum íslenskum fótbolta öruggan, verulegan og fyrirséðan tekjustraum“

Framlengja stóran og mikilvægan samning – „Tryggjum íslenskum fótbolta öruggan, verulegan og fyrirséðan tekjustraum“
433Sport
Í gær

Frábær byrjun Tuchel – Sá fyrsti í sögunni

Frábær byrjun Tuchel – Sá fyrsti í sögunni