fbpx
Föstudagur 23.maí 2025
433Sport

Vel heppnað þing þar sem Arnar og Þorsteinn sátu fyrir svörum

Helgi Fannar Sigurðsson
Fimmtudaginn 22. maí 2025 17:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ungmennaþing KSÍ fór fram síðastliðinn sunnudag í höfuðstöðvum KSÍ. Þingið var fyrir ungmenni fædd 2005-2012 og mættu um 70 ungmenni af öllu landinu.

Ungmennaráð KSÍ sá um undirbúning þingsins sem var hið glæsilegasta. Þrjú aðalumræðuefni þingsins voru ofþjálfun, konur í fótbolta og jákvæðar og neikvæðar hliðar fótboltans.

Líkt og undanfarin ár mættu góðir gestir til að taka þátt í umræðum. Lára Hafliðadóttir starfsmaður á vísindasviði KSÍ var með erindi um ofþjálfun, þá var Helga Helgadóttir varaformaður KSÍ með erindi um konur í fótbolta og að lokum mætti Hreiðar Haraldsson, hugarþjálfari frá Haus, og ræddi um jákvæðar og neikvæðar hliðar íþrótta.

Góðar umræður mynduðust og mun stjórn ungmennaráðsins vinna að niðurstöðum umræðuhópanna á næstu misserum. Hópurinn fór einnig í stutta skoðunarferð um Laugardalsvöll og var einn af hápunktunum þegar Arnar Gunnlaugsson og Þorsteinn Halldórsson sátu fyrir svörum um þjálfun, landsliðsumhverfið og allt annað sem viðkemur fótbolta.

Ungmennaráð KSÍ vill þakka þeim félögum sem sendu fulltrúa á þingið sem og öllum þeim sem mættu með það fyrir augum að efla knattspyrnu ungmenna á Íslandi.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Liverpool vonast til að Arsenal takist ekki ætlunarverkið

Liverpool vonast til að Arsenal takist ekki ætlunarverkið
433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Sandra ver mark Hafnfirðinga

Sandra ver mark Hafnfirðinga
433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Arteta: „Við þurfum að vinna titil á næsta tímabili“

Arteta: „Við þurfum að vinna titil á næsta tímabili“
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Amorim til í að ganga burt án þess að fá greitt

Amorim til í að ganga burt án þess að fá greitt
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Sjáðu myndbandið: Missti vitið yfir tapi United í gær – Fór að tala um steyptan gervilim

Sjáðu myndbandið: Missti vitið yfir tapi United í gær – Fór að tala um steyptan gervilim
433Sport
Í gær

Bálreiðir stuðningsmenn Manchester United kalla eftir því að þessir leikmenn pakki strax í töskur

Bálreiðir stuðningsmenn Manchester United kalla eftir því að þessir leikmenn pakki strax í töskur
433Sport
Í gær

Þetta hafði þjóðin að segja í kvöld – „Framtíðin er svört“

Þetta hafði þjóðin að segja í kvöld – „Framtíðin er svört“
433Sport
Í gær

Reisa styttu af De Bruyne

Reisa styttu af De Bruyne
433Sport
Í gær

Sveindís skrifaði undir í Bandaríkjunum

Sveindís skrifaði undir í Bandaríkjunum